Darri ósammála Hannesi og skýtur á liðin: „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2022 15:00 Darri Freyr Atlason. Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason, fyrrum þjálfari karla- og kvennaliðs KR og kvennaliðs Vals, leggst gegn kröfu Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, um frekari fjárhagsstyrki frá íslenska ríkinu. Hann segir fjárhagsvandamál körfuboltafélaga á Íslandi vera sjálfsköpuð. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tók undir ummæli Darra. Hannes sagði íslensk stjórnvöld draga lappirnar í samtali við Vísi í morgun þar sem fjármagn, 500 milljónir króna, sem samþykkt var að veita íþróttahreyfingunni í mars hafi enn ekki skilað sér. Málið sé fast á milli ráðuneyta og á meðan drabbist starfsemi félaganna niður. Hannes vakti athygli á málinu í kjölfar þess að mörg félög lentu í vandræðum með að gera upp skuldir sínar við KKÍ og greiða skráningargjöld fyrir þátttöku í Íslandsmótum á vegum KKÍ. KR var þá of seint að greiða sín gjöld vegna skuldar við KKÍ. Darri Freyr, sem var þjálfari hjá KR síðast tímabilið 2020-21 og er uppalinn í Vesturbænum, virðist lítið koma til stefnu félagsins, og annarra sem reka sín mál með þeim hætti að þau safni upp skuldum. Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann.Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.https://t.co/uaLlLwcEOe— Darri (@DarriFreyr) June 10, 2022 „Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann,“ sagði Darri á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hann á þá líklega við vinsæla stefnu körfuboltafélaga að safna upp útlendingum á kostnað yngri og uppaldra leikmanna. Þeirri stefnu líkir hann við vígbúnarkapphlaup, þar sem ofuráhersla er lögð á árangur meistaraflokks á kostnað annarar starfsemi. „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.“ sagði Darri Freyr enn fremur í færslu sinni á Twitter. Athygli vekur að Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, endurtísti færslu Darra og tók undir orð hans að fullu. KR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Sjá meira
Hannes sagði íslensk stjórnvöld draga lappirnar í samtali við Vísi í morgun þar sem fjármagn, 500 milljónir króna, sem samþykkt var að veita íþróttahreyfingunni í mars hafi enn ekki skilað sér. Málið sé fast á milli ráðuneyta og á meðan drabbist starfsemi félaganna niður. Hannes vakti athygli á málinu í kjölfar þess að mörg félög lentu í vandræðum með að gera upp skuldir sínar við KKÍ og greiða skráningargjöld fyrir þátttöku í Íslandsmótum á vegum KKÍ. KR var þá of seint að greiða sín gjöld vegna skuldar við KKÍ. Darri Freyr, sem var þjálfari hjá KR síðast tímabilið 2020-21 og er uppalinn í Vesturbænum, virðist lítið koma til stefnu félagsins, og annarra sem reka sín mál með þeim hætti að þau safni upp skuldum. Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann.Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.https://t.co/uaLlLwcEOe— Darri (@DarriFreyr) June 10, 2022 „Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann,“ sagði Darri á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hann á þá líklega við vinsæla stefnu körfuboltafélaga að safna upp útlendingum á kostnað yngri og uppaldra leikmanna. Þeirri stefnu líkir hann við vígbúnarkapphlaup, þar sem ofuráhersla er lögð á árangur meistaraflokks á kostnað annarar starfsemi. „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.“ sagði Darri Freyr enn fremur í færslu sinni á Twitter. Athygli vekur að Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, endurtísti færslu Darra og tók undir orð hans að fullu.
KR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Sjá meira