Procter og Gamble kenna Amy Schumer um túrtappaskort Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. júní 2022 13:01 Amy Schumer gerir grín að yfirlýsingu Procter og Gamble Getty/Kevork Djansezian, Getty/Jane Barlow Upp er kominn skortur á túrtöppum í Bandaríkjunum, en skorturinn virðist hafa ágerst á síðustu mánuðum. Stór framleiðandi kennir leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann og konur neyðist til að versla túrtappa á okurverði. Ástæða skortsins kann að vera sú að efni sem eru gjarnan notuð í túrtappa, eins og bómull, hafa á síðustu tveimur árum verið nýtt í auknum mæli í framleiðslu á vörum eins og andlitsgrímum fremur öðru vegna heimsfaraldursins. Ein bandarísk kona segist hafa gripið til þess að leita að sinni vanalegu túrtappategund á vefverslun Amazon í janúar á þessu ári. Þar hafi kassi af átján Tampax túrtöppum kostað 114 dollara en þessu segir Time frá í ítarlegri umfjöllun um málið. Skorturinn á þó ekki einungis við Tampax heldur einnig merki eins og Playtex og O.B. Vinir og vandamenn grípi með sér kassa af túrtöppum Viðmælandi USA Today lýsir þeim örþrifaráðum sem hún hefur þurft að grípa til en eftir að hafa farið ófáar fýluferðir í leit að réttum túrtöppum brá hún á það ráð að segja frá raunum sínum á Facebook. Með aðstoð vina og vandamanna hefur konunni tekist að útvega sér nokkra kassa af túrtöppunum þar sem vinirnir grípi kassa með sér þegar þeir sjáist í búðum. Þegar Procter og Gamble, framleiðendur túrtappa eins og Tampax eru spurðir út í skortinn kenna þeir auglýsingaherferð með leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann. Framleiðandinn segir mikla aukningu hafa orðið á sölu á túrtöppum Tampax frá því að fyrrnefnd auglýsingaherferð fór í loftið árið 2020. Schumer gerði sjálf grín að yfirlýsingu fyrirtækisins á Instagram síðu sinni nú á dögunum. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Vegna þess að túrtappar eru nauðsynjavara reynist konum erfitt að hinkra eftir því að framleiðendur nái upp þeim framleiðsluhraða sem þörf er á, en á meðan seljast vörurnar ítrekað upp. Þar sem vörurnar seljast upp er hvati til verðlækkana lítill og samkvæmt Time hefur framleiðandinn Procter og Gamble nú hækkað verð á tíðavörum sínum tvö ár í röð og jókst salan á þeim varningi um 10 prósent á síðastliðnum ársfjórðungi. Bandaríkin Neytendur Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Hvar er opið um páskana? Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Spotify liggur niðri Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Sjá meira
Ástæða skortsins kann að vera sú að efni sem eru gjarnan notuð í túrtappa, eins og bómull, hafa á síðustu tveimur árum verið nýtt í auknum mæli í framleiðslu á vörum eins og andlitsgrímum fremur öðru vegna heimsfaraldursins. Ein bandarísk kona segist hafa gripið til þess að leita að sinni vanalegu túrtappategund á vefverslun Amazon í janúar á þessu ári. Þar hafi kassi af átján Tampax túrtöppum kostað 114 dollara en þessu segir Time frá í ítarlegri umfjöllun um málið. Skorturinn á þó ekki einungis við Tampax heldur einnig merki eins og Playtex og O.B. Vinir og vandamenn grípi með sér kassa af túrtöppum Viðmælandi USA Today lýsir þeim örþrifaráðum sem hún hefur þurft að grípa til en eftir að hafa farið ófáar fýluferðir í leit að réttum túrtöppum brá hún á það ráð að segja frá raunum sínum á Facebook. Með aðstoð vina og vandamanna hefur konunni tekist að útvega sér nokkra kassa af túrtöppunum þar sem vinirnir grípi kassa með sér þegar þeir sjáist í búðum. Þegar Procter og Gamble, framleiðendur túrtappa eins og Tampax eru spurðir út í skortinn kenna þeir auglýsingaherferð með leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann. Framleiðandinn segir mikla aukningu hafa orðið á sölu á túrtöppum Tampax frá því að fyrrnefnd auglýsingaherferð fór í loftið árið 2020. Schumer gerði sjálf grín að yfirlýsingu fyrirtækisins á Instagram síðu sinni nú á dögunum. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Vegna þess að túrtappar eru nauðsynjavara reynist konum erfitt að hinkra eftir því að framleiðendur nái upp þeim framleiðsluhraða sem þörf er á, en á meðan seljast vörurnar ítrekað upp. Þar sem vörurnar seljast upp er hvati til verðlækkana lítill og samkvæmt Time hefur framleiðandinn Procter og Gamble nú hækkað verð á tíðavörum sínum tvö ár í röð og jókst salan á þeim varningi um 10 prósent á síðastliðnum ársfjórðungi.
Bandaríkin Neytendur Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Hvar er opið um páskana? Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Spotify liggur niðri Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Sjá meira