Vaktin: Segir Rússa hvorki hafa vilja né getu til að ráðast gegn Finnum og Svíum Hólmfríður Gísladóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 10. júní 2022 07:59 Vopnið hreinsað á víglínunni í Donetsk. AP/Bernat Armangue Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir rússnesk stjórnvöld ekki munu láta það gerast að „járntjald“ falli á efnahagslíf landsins líkt og þegar Sovétríkin voru og hétu. Þau mistök verða ekki endurtekin, segir hann. Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira