Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2022 18:59 Utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirrita viljayfirlýsingu um ratsjána í Þórshöfn í dag. Landsstjórn Færeyja Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Ratsjárstöðin mun treysta eftirlit NATO með loftrýminu milli Íslands, Noregs og Bretlands og er gert ráð fyrir að hún hafi 3-400 kílómetra drægni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu danska varnamálaráðuneytisins. Þar segir að 390 milljónir danskra króna, andvirði 7,2 milljarða íslenskra króna, hafi verið teknar frá til uppsetningar ratsjárinnar. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, funduðu í Færeyjum í dag og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.Landsstjórn Færeyja Stöðin verður reist á grunni eldri stöðvar, sem tekin var úr notkun árið 2007. Við það myndaðist gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar gátu komist óséðar í gegnum. Ratsjárstöð var upphaflega reist á Sornfelli á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi, en henni fylgdi umdeild herstöð þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Á blaðamannafundi í dag sagði Jenis av Rana að hvorki vopn né hermenn myndu fylgja nýju ratsjárstöðinni í Færeyjum heldur yrði hún ómönnuð og fjarstýrð. Ratsjáin myndi jafnframt nýtast borgaralegu flugi og flugumferðarstjórar fá aðgang að ratsjárgögnum. Þá myndu færeyskir verktakar fá tækifæri til að bjóða í verkið til jafns við aðra. „Viljayfirlýsingin undirstrikar það góða samstarf sem er milli Færeyja og Danmerkur í öryggismálum,“ segir varnarmálaráðherra Dana, Morten Bødskov, í fréttatilkynningu. „Ratsjáin verður hluti af því eftirlitskerfi sem er með loftrými á svæðinu. Það mun gagnast samfélaginu á sama tíma og öryggi Evrópu er ógnað. Þetta sýnir að bæði Danmörk og Færeyjar taka ábyrgð á öryggi konungsríkisins,“ segir danski ráðherrann. Færeyjar Danmörk Grænland NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Ratsjárstöðin mun treysta eftirlit NATO með loftrýminu milli Íslands, Noregs og Bretlands og er gert ráð fyrir að hún hafi 3-400 kílómetra drægni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu danska varnamálaráðuneytisins. Þar segir að 390 milljónir danskra króna, andvirði 7,2 milljarða íslenskra króna, hafi verið teknar frá til uppsetningar ratsjárinnar. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, funduðu í Færeyjum í dag og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.Landsstjórn Færeyja Stöðin verður reist á grunni eldri stöðvar, sem tekin var úr notkun árið 2007. Við það myndaðist gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar gátu komist óséðar í gegnum. Ratsjárstöð var upphaflega reist á Sornfelli á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi, en henni fylgdi umdeild herstöð þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Á blaðamannafundi í dag sagði Jenis av Rana að hvorki vopn né hermenn myndu fylgja nýju ratsjárstöðinni í Færeyjum heldur yrði hún ómönnuð og fjarstýrð. Ratsjáin myndi jafnframt nýtast borgaralegu flugi og flugumferðarstjórar fá aðgang að ratsjárgögnum. Þá myndu færeyskir verktakar fá tækifæri til að bjóða í verkið til jafns við aðra. „Viljayfirlýsingin undirstrikar það góða samstarf sem er milli Færeyja og Danmerkur í öryggismálum,“ segir varnarmálaráðherra Dana, Morten Bødskov, í fréttatilkynningu. „Ratsjáin verður hluti af því eftirlitskerfi sem er með loftrými á svæðinu. Það mun gagnast samfélaginu á sama tíma og öryggi Evrópu er ógnað. Þetta sýnir að bæði Danmörk og Færeyjar taka ábyrgð á öryggi konungsríkisins,“ segir danski ráðherrann.
Færeyjar Danmörk Grænland NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25