Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2022 16:41 Því er haldið fram af heimildamönnum Viðskiptablaðsins að Eggert hafi ekki sagt starfi sínu hjá Festi lausu heldur hafi honum verið sagt þar upp. Málið er til skoðunar hjá Kauphöllinni. Festi Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins sem birtist í dag. Þar staðfestir Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar að hún hafi starfslok Eggerts til skoðunar. Viðskiptablaðið greindi þá frá því í dag að heimildir blaðsins hermi að Eggerti hafi verið sagt upp störfum og hann fengið þær skýringar frá stjórn Festar að tími væri kominn á breytingar. Sjö ár væri hæfilegur tími á forstjórastóli. Þá segir í frétt blaðsins að mikil ólga sé innan hluthafahóps félagsins og að þorri tuttugu stærstu hluthafanna hafi fyrst frétt af starfslokum Eggerts þegar Festi sendi um það tilkynningu til Kauphallarinnar. Fram kom í tilkynningunni að Eggert hafi gert samkomulag um starfslok við Festi. Eggert hafi sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Reynist það rétt að Eggerti hafi verið sagt upp, en hann ekki sagt upp eins og sagði í tilkynningunni frá Festi, gæti félagið hafa brotið gegn upplýsingaskyldu skráðra félaga á markaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu má rekja starfslok Eggerts til þess að hann hafi staðið þétt við bakið á Vítalíu Lazarevu, sem sakað hefur Þórð Má Jóhannesson, Hreggvið Jónsson og Ara Edwald um að hafa brotið á sér kynferðislega. Þórður Már og Hreggviður eru hluthafar í Festi og Þórður Már var þar stjórnarformaður þar til í janúar en hann sagði af sér sem stjórnarformaður í kjölfar þess að Vítalía steig fram og sagði frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía greindi frá því á Twitter um helgina að Eggert hafi verið einn fárra sem hafi hlustað á hana og rætt við hana og leyft henni að segja sína hlið á málinu. Síðan hefur Vítalía eytt Twitter-aðgangi sínum. „Einn af þeim fáu mönnum sem talaði við mig án þess að þekkja mig, hlustaði og gaf mér tækifærið á að segja mína hlið þegar ÞMJ var búinn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórninni,“ skrifaði Vítalía í tístinu og ýjaði að því að Þórður Már og Hreggviður væru á bak við vistaskipti Eggerts. „Þetta er spilling og ekkert annað. Ég veit hvernig þessir menn spila og hvert þeir stefna. Þeir halda að þeir séu ósnertanlegir. ÞMJ og HJ eru menn sem munu alltaf bakka hvorn annan upp enda leyndarmálin þeirra ansi mörg. Þetta er ekki búið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þessi stuðningur Eggerts við Vítalíu ekki vinsæll innan Festar, þá kannski sérstaklega hjá Þórði Má og Hreggviði, sem hafi unnið að því að steypa Eggerti af forstjórastóli. Sagði af sér sem stjórnarformaður Mál Vítaíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þá lýsti Vítalía því yfir í mars að hún hyggðist kæra Þórð Má, Ara og Hreggvið til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hafði þá bókað tíma hjá kærumóttöku kynferðisbrota hjá lögreglu en fréttastofa hefur ekki vitneskju um hvort hún sé búin að leggja fram kæru á hendur þeim. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins sem birtist í dag. Þar staðfestir Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar að hún hafi starfslok Eggerts til skoðunar. Viðskiptablaðið greindi þá frá því í dag að heimildir blaðsins hermi að Eggerti hafi verið sagt upp störfum og hann fengið þær skýringar frá stjórn Festar að tími væri kominn á breytingar. Sjö ár væri hæfilegur tími á forstjórastóli. Þá segir í frétt blaðsins að mikil ólga sé innan hluthafahóps félagsins og að þorri tuttugu stærstu hluthafanna hafi fyrst frétt af starfslokum Eggerts þegar Festi sendi um það tilkynningu til Kauphallarinnar. Fram kom í tilkynningunni að Eggert hafi gert samkomulag um starfslok við Festi. Eggert hafi sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Reynist það rétt að Eggerti hafi verið sagt upp, en hann ekki sagt upp eins og sagði í tilkynningunni frá Festi, gæti félagið hafa brotið gegn upplýsingaskyldu skráðra félaga á markaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu má rekja starfslok Eggerts til þess að hann hafi staðið þétt við bakið á Vítalíu Lazarevu, sem sakað hefur Þórð Má Jóhannesson, Hreggvið Jónsson og Ara Edwald um að hafa brotið á sér kynferðislega. Þórður Már og Hreggviður eru hluthafar í Festi og Þórður Már var þar stjórnarformaður þar til í janúar en hann sagði af sér sem stjórnarformaður í kjölfar þess að Vítalía steig fram og sagði frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía greindi frá því á Twitter um helgina að Eggert hafi verið einn fárra sem hafi hlustað á hana og rætt við hana og leyft henni að segja sína hlið á málinu. Síðan hefur Vítalía eytt Twitter-aðgangi sínum. „Einn af þeim fáu mönnum sem talaði við mig án þess að þekkja mig, hlustaði og gaf mér tækifærið á að segja mína hlið þegar ÞMJ var búinn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórninni,“ skrifaði Vítalía í tístinu og ýjaði að því að Þórður Már og Hreggviður væru á bak við vistaskipti Eggerts. „Þetta er spilling og ekkert annað. Ég veit hvernig þessir menn spila og hvert þeir stefna. Þeir halda að þeir séu ósnertanlegir. ÞMJ og HJ eru menn sem munu alltaf bakka hvorn annan upp enda leyndarmálin þeirra ansi mörg. Þetta er ekki búið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þessi stuðningur Eggerts við Vítalíu ekki vinsæll innan Festar, þá kannski sérstaklega hjá Þórði Má og Hreggviði, sem hafi unnið að því að steypa Eggerti af forstjórastóli. Sagði af sér sem stjórnarformaður Mál Vítaíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þá lýsti Vítalía því yfir í mars að hún hyggðist kæra Þórð Má, Ara og Hreggvið til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hafði þá bókað tíma hjá kærumóttöku kynferðisbrota hjá lögreglu en fréttastofa hefur ekki vitneskju um hvort hún sé búin að leggja fram kæru á hendur þeim.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34
Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49