Krabbameinið hvarf: Nýtt lyf vekur athygli og von Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2022 15:29 Rannsakendur og þátttakendur. Memorial Sloan-Kettering Cancer Center Niðurstöður nýrrar lyfjarannsóknar hafa vakið gríðarlega athygli og von meðal lækna og krabbameinssjúklinga en allir þátttakendur rannsóknarinnar virðast hafa læknast af krabbameini eftir stutta lyfjameðferð. Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab. Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab.
Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira