Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2022 06:23 Eggert lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi eftir farsæla forstjóratíð. Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Í frétt blaðsins segir að ólga sé innan hluthafahóps Festar vegna málsins en að flestir 20 stærstu hluthafa félagsins hafi fyrst frétt af því að Eggert væri að hætta þegar tilkynning þess efnis var send Kauphöllinni. Þrettán lífeyrissjóðir séu meðal stærstu hluthafanna, sem eigi um 70 prósent hlutafjár félagsins. Ólgan er sögð snúa að því að rekstur Festar hafi gengið vel; til að mynda hafi Úrvalsvísitalan lækkað um 21 prósent á árinu en Festi um 5 prósent. Í tilkynningunni til Kauphallarinnar sagði að Eggert hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi og að gengið hefði verið frá starfslokum við hann. Stjórn fyrirtækisins hefði átt farsælt samstarf við Eggert undanfarin ár, í gegnum mikinn uppbyggingarfasa. „Ég hef verið lánssamur að vinna með frábæru samstarfsfólki á þessum árum sem hafa gert Festi og dótturfélög af því sem þau er í dag. Ég mun sakna þess að vinna með þessu fólki en er einnig spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ var haft eftir Eggerti. „Algjörlega úti á túni“ Mannlíf birti hins vegar umfjöllun í kjölfarið þar sem starfslok Eggerts voru tengd við frásögn Vítalíu Lazarevu af meintri ósæmilegri hegðun þriggja manna í sumarhúsaferð. Meðal þeirra voru Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, sem eru meðal hluthafa í Festi. Hafði Mannlíf það eftir ónafngreindum heimildarmönnum að það hefði meðal annars verið fyrir tilstilli Hreggviðs og Þórðar að Eggerti var sagt upp störfum. Vítalía greindi sjálf frá því að Eggert hefði verið einn af fáum sem hefði stutt hana eftir að hún steig fram. Sjálfur vildi Eggert ekki kannast við að hafa verið sagt upp þegar Mannlíf hafði samband við hann. „Ég held að þetta sé algjörlega úti á túni, því miður,“ sagði hann. Kauphöllin Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Festi Tengdar fréttir Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Í frétt blaðsins segir að ólga sé innan hluthafahóps Festar vegna málsins en að flestir 20 stærstu hluthafa félagsins hafi fyrst frétt af því að Eggert væri að hætta þegar tilkynning þess efnis var send Kauphöllinni. Þrettán lífeyrissjóðir séu meðal stærstu hluthafanna, sem eigi um 70 prósent hlutafjár félagsins. Ólgan er sögð snúa að því að rekstur Festar hafi gengið vel; til að mynda hafi Úrvalsvísitalan lækkað um 21 prósent á árinu en Festi um 5 prósent. Í tilkynningunni til Kauphallarinnar sagði að Eggert hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi og að gengið hefði verið frá starfslokum við hann. Stjórn fyrirtækisins hefði átt farsælt samstarf við Eggert undanfarin ár, í gegnum mikinn uppbyggingarfasa. „Ég hef verið lánssamur að vinna með frábæru samstarfsfólki á þessum árum sem hafa gert Festi og dótturfélög af því sem þau er í dag. Ég mun sakna þess að vinna með þessu fólki en er einnig spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér,“ var haft eftir Eggerti. „Algjörlega úti á túni“ Mannlíf birti hins vegar umfjöllun í kjölfarið þar sem starfslok Eggerts voru tengd við frásögn Vítalíu Lazarevu af meintri ósæmilegri hegðun þriggja manna í sumarhúsaferð. Meðal þeirra voru Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, sem eru meðal hluthafa í Festi. Hafði Mannlíf það eftir ónafngreindum heimildarmönnum að það hefði meðal annars verið fyrir tilstilli Hreggviðs og Þórðar að Eggerti var sagt upp störfum. Vítalía greindi sjálf frá því að Eggert hefði verið einn af fáum sem hefði stutt hana eftir að hún steig fram. Sjálfur vildi Eggert ekki kannast við að hafa verið sagt upp þegar Mannlíf hafði samband við hann. „Ég held að þetta sé algjörlega úti á túni, því miður,“ sagði hann.
Kauphöllin Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Festi Tengdar fréttir Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34
Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49