Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. júní 2022 23:12 Lögregla var með mikinn viðbúnað í Barðavogi á laugardagskvöld vegna morðsins. Vísir/Hallgerður Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi heldur áfram en ýmsir þættir eru nú til skoðunar. Maðurinn sem lést var á fimmtugsaldri og lætur eftir sig fjögur börn. Íbúar í hverfinu lýsa ógnvekjandi hegðun hins grunaða um árabil og segja marga hafa óttast hann. Maðurinn sem lést var fæddur árið 1975 og lætur eftir sig fjögur börn. Hann hafði verið búsettur í Barðavogi í rúmt ár og bjó í sama húsi og sá sem var handtekinn á laugardagskvöld vegna gruns um morðið, og er sá fæddur árið 2001. Lögregla hafði verið kölluð út að húsinu í tvígang sama dag og morðið átti sér stað en nágrannar lýstu þá ofbeldisfullri hegðun af hálfu hins grunaða. Þrátt fyrir þær tilkynningar var maðurinn ekki fjarlægður af heimilinu. Fyrrverandi nágranni lýsti því í kjölfarið að hinn grunaði hafi ítrekað viðhaft ógnandi tilburði og að mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Þá hafi það verið ljóst að maðurinn þyrfti sértæk úrræði. Annar íbúi í hverfinu, sem vill ekki láta nafn síns getið, segir í samtali við fréttastofu að hinn grunaði hafi verið til vandræða um árabil, að margir í hverfinu hafi vitað af honum og óttast hann. Til að mynda hafi skapast umræða á samfélagsmiðlum um hann eftir að hann var sagður hafa ráðist á hunda í hverfinu. Úrræðaleysi hafi þó blasað við. Maðurinn hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fyrsta júlí á grundvelli almannahagsmuna. Hann hefur ekki kært þann úrskurð samkvæmt upplýsingum frá lögreglu en frestur til þess er ekki liðinn. Lögregla vill ekki gefa það upp hvort hann hafi játað eða neitað sök. Þá gefa þau ekkert upp um mögulegt morðvopn eða dánarorsök, þá hvort maðurinn hafi verið barinn líkt og einhverjir fjölmiðlar greindu frá um helgina. Viðbúið er að rannsókn málsins muni taka einhverja mánuði. Búið er að ræða við helstu vitni og er verið að fara yfir þá vitnisburði, meðal annars með tilliti til atburðarrásar. Þá munu sérfræðingar framkvæma mat á hinum grunaða og réttarkrufning fara fram til að skera úr um dánarorsök hins látna. Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. 5. júní 2022 15:41 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Maðurinn sem lést var fæddur árið 1975 og lætur eftir sig fjögur börn. Hann hafði verið búsettur í Barðavogi í rúmt ár og bjó í sama húsi og sá sem var handtekinn á laugardagskvöld vegna gruns um morðið, og er sá fæddur árið 2001. Lögregla hafði verið kölluð út að húsinu í tvígang sama dag og morðið átti sér stað en nágrannar lýstu þá ofbeldisfullri hegðun af hálfu hins grunaða. Þrátt fyrir þær tilkynningar var maðurinn ekki fjarlægður af heimilinu. Fyrrverandi nágranni lýsti því í kjölfarið að hinn grunaði hafi ítrekað viðhaft ógnandi tilburði og að mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Þá hafi það verið ljóst að maðurinn þyrfti sértæk úrræði. Annar íbúi í hverfinu, sem vill ekki láta nafn síns getið, segir í samtali við fréttastofu að hinn grunaði hafi verið til vandræða um árabil, að margir í hverfinu hafi vitað af honum og óttast hann. Til að mynda hafi skapast umræða á samfélagsmiðlum um hann eftir að hann var sagður hafa ráðist á hunda í hverfinu. Úrræðaleysi hafi þó blasað við. Maðurinn hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fyrsta júlí á grundvelli almannahagsmuna. Hann hefur ekki kært þann úrskurð samkvæmt upplýsingum frá lögreglu en frestur til þess er ekki liðinn. Lögregla vill ekki gefa það upp hvort hann hafi játað eða neitað sök. Þá gefa þau ekkert upp um mögulegt morðvopn eða dánarorsök, þá hvort maðurinn hafi verið barinn líkt og einhverjir fjölmiðlar greindu frá um helgina. Viðbúið er að rannsókn málsins muni taka einhverja mánuði. Búið er að ræða við helstu vitni og er verið að fara yfir þá vitnisburði, meðal annars með tilliti til atburðarrásar. Þá munu sérfræðingar framkvæma mat á hinum grunaða og réttarkrufning fara fram til að skera úr um dánarorsök hins látna.
Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. 5. júní 2022 15:41 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34
Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25
Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. 5. júní 2022 15:41
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34
Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna gruns um morð í austurborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld. 4. júní 2022 21:23