Umfjöllun og viðtöl: KR-Þróttur R. 1-3 | Katla setti þrennu í endurkomusigri Þróttar Jón Ferro skrifar 7. júní 2022 22:46 Þróttur R. vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Diego Þróttur R. vann góðan 1-3 útisigur er liðið heimsótti nýliða KR í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Katla Tryggvadóttir skoraði öll þrjú mörk Þróttar eftir að liðið hafði lent undir snemma leiks. Heimakonur áttu ekki möguleika í seinni hálfleik í kvöld og sitja áfram á botni Bestu-deildar kvenna í fótbolta. Liðin mættust í 8.umferð deildarinnar. Með sigrinum halda Þróttarar sér við topp deildarinnar og eru með 16 stig. KR hefur aftur á móti verk að vinna í næstu leikjum til að rétta sig af. Á 16.mínútu leiksins skoraði Hildur Lilja eina mark KR í leiknum eftir skemmtilega útfærða hornspyrnu. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Í seinni hálfleik var Þróttur betri aðilinn og uppskar þrjú góð mörk. Á 61.mínútu stakk Katla Tryggvadóttir sér fram fyrir varnarmann KR á nærstönginni og skoraði flott mark eftir fyrirgjöf Andreu Rutar. Þróttara þurftu svo að bíða fram á 78.mínútu til að komst yfir í leiknum, aftur var á ferðinni Katla með mark úr vítaspyrnu. Nokkrum mínútum seinna fullkomnaði Katla svo þrennu sína eftir að hún slapp ein gegn Cornellu markmanni KR. Heimakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Vel skipulagður varnarleikur KR hélt Þrótturum frá markinu. Það sem gestirnir reyndu í fyrri hálfleik var mikið af fyrirgjöfum langt utan af kanti sem Cornella markmaður KR greip auðveldlega. Af hverju vann Þróttur? Þróttur virtist hafa mun meira á tankinum heldur en heimakonur sem virtust hafa lagt alla sína orku í fyrri hálfleikinn. Ef KR hefði náð jafntefli eða sigri úr leiknum hefðu KR-ingar þurft að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. 1-0 forysta þeirra var of lítil fyrir vel spilandi og sprækar Þróttara stelpur. Hverjar stóðu upp úr? Það er erfitt að horfa fram hjá Kötlu sem skoraði þrjú mörk í dag. Það er alveg ljóst að þarna er á ferðinni spennandi leikmaður sem á vonandi framtíðina fyrir sér. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að halda Þrótti í skefjum í seinni hálfleik eftir að hafa einmitt gert það svo vel í fyrri hálfleik. Eftir fyrri hálfleik var ekki margt sem benti til þess að Þróttur myndi vinna svona sannfærandi sigur, nema kannski staða liðanna í deildinni. Það er alveg ljóst ef miðað er við fyrri hálfleikinn að KR ætlar sér að reyna halda sér í deildinni. Nik: Seinni hálfleikurinn í kvöld var það besta sem við höfum sýnt í sumar Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Diego Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs. Þá sérstaklega seinni hálfeikinn. „Glaður með seinni hálfleikinn, þær náðu að setja okkur undir pressu í fyrri hálfleik. Við gerðum okkur erfitt fyrir með að taka slæmar ákvarðanir með boltann. Þær verðskulduðu að fara með 1-0 forystu inn í hálfleik“, sagði Nik Champerlain, þjálfari Þróttar eftir 1-3 sigur á KR í kvöld. Það sem Þróttarar breyttu í hálfleik var pressa liðsins og betri ákvarðanir með boltann en í fyrri hálfleik. „Við bættum pressuna og reyndum að finna svæðin sem þær voru að skilja eftir á vellinum og reyndum að hreyfa boltann meira til að opna þær. Svo gerðum við hlutina sem við leggjum áherslu á,“ sagði Nik. Nik sagði í lokinn að hans lið þurfi að byggja á því góða sem þær sýndu í seinni hálfleik. Leikirnir sem Þróttur á framundan eru á móti sterkum liðum, Breiðablik og Val. „Við erum að fara spila við Breiðablik tvisvar og svo við Val. Þannig það verða allt öðruvísi leikir sem við erum að fara spila. Seinni hálfleikurinn í kvöld var það besta sem við höfum sýnt í sumar. Við þurfum að byggja á því,“ sagði Nik að lokum. Christopher: Urðum sennilega bensínlausar í seinni hálfleik Christopher Harrington, þjálfari KR.KR Christopher Thomas Harrington, nýráðinn þjálfari KR, var ánægður með fyrri hálfleik síns liðs í kvöld þrátt fyrir 1-3 tap. „Fyrri hálfleikur var frábær. Síðan urðum við sennilega bensínlausar í seinni hálfleik. Auðvitað er ég bara búinn að taka tvær æfingar sem stjóri KR. Þannig það hefur ekki verið mikill tími til að koma skilaboðum til leikmanna eins og við viljum spila en fyrst og fremst voru það þreyttir fætur sem kostuðu okkur tapið í dag,“ sagði Christopher Thomas. Christopher talaði um að taka það jákvæða úr leik síns liðs en gerir sér jafnframt grein fyrir hvers vegna hans lið tapaði í kvöld. „Það er erfitt af því við erum að fara spila svo marga leiki á stuttum tíma. Þannig það er ekki margt ef horft er til leikforms og hvernig við viljum spila. Við getum tekið það jákvæða eftir að hafa sett eitt af toppliðunum í deildinni undir pressu. Við hefðum sennilega átt að vera með tveggja til þriggja marka forystu í hálfleik,“ sagði Christopher að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna KR Þróttur Reykjavík
Þróttur R. vann góðan 1-3 útisigur er liðið heimsótti nýliða KR í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Katla Tryggvadóttir skoraði öll þrjú mörk Þróttar eftir að liðið hafði lent undir snemma leiks. Heimakonur áttu ekki möguleika í seinni hálfleik í kvöld og sitja áfram á botni Bestu-deildar kvenna í fótbolta. Liðin mættust í 8.umferð deildarinnar. Með sigrinum halda Þróttarar sér við topp deildarinnar og eru með 16 stig. KR hefur aftur á móti verk að vinna í næstu leikjum til að rétta sig af. Á 16.mínútu leiksins skoraði Hildur Lilja eina mark KR í leiknum eftir skemmtilega útfærða hornspyrnu. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Í seinni hálfleik var Þróttur betri aðilinn og uppskar þrjú góð mörk. Á 61.mínútu stakk Katla Tryggvadóttir sér fram fyrir varnarmann KR á nærstönginni og skoraði flott mark eftir fyrirgjöf Andreu Rutar. Þróttara þurftu svo að bíða fram á 78.mínútu til að komst yfir í leiknum, aftur var á ferðinni Katla með mark úr vítaspyrnu. Nokkrum mínútum seinna fullkomnaði Katla svo þrennu sína eftir að hún slapp ein gegn Cornellu markmanni KR. Heimakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Vel skipulagður varnarleikur KR hélt Þrótturum frá markinu. Það sem gestirnir reyndu í fyrri hálfleik var mikið af fyrirgjöfum langt utan af kanti sem Cornella markmaður KR greip auðveldlega. Af hverju vann Þróttur? Þróttur virtist hafa mun meira á tankinum heldur en heimakonur sem virtust hafa lagt alla sína orku í fyrri hálfleikinn. Ef KR hefði náð jafntefli eða sigri úr leiknum hefðu KR-ingar þurft að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. 1-0 forysta þeirra var of lítil fyrir vel spilandi og sprækar Þróttara stelpur. Hverjar stóðu upp úr? Það er erfitt að horfa fram hjá Kötlu sem skoraði þrjú mörk í dag. Það er alveg ljóst að þarna er á ferðinni spennandi leikmaður sem á vonandi framtíðina fyrir sér. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að halda Þrótti í skefjum í seinni hálfleik eftir að hafa einmitt gert það svo vel í fyrri hálfleik. Eftir fyrri hálfleik var ekki margt sem benti til þess að Þróttur myndi vinna svona sannfærandi sigur, nema kannski staða liðanna í deildinni. Það er alveg ljóst ef miðað er við fyrri hálfleikinn að KR ætlar sér að reyna halda sér í deildinni. Nik: Seinni hálfleikurinn í kvöld var það besta sem við höfum sýnt í sumar Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Diego Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs. Þá sérstaklega seinni hálfeikinn. „Glaður með seinni hálfleikinn, þær náðu að setja okkur undir pressu í fyrri hálfleik. Við gerðum okkur erfitt fyrir með að taka slæmar ákvarðanir með boltann. Þær verðskulduðu að fara með 1-0 forystu inn í hálfleik“, sagði Nik Champerlain, þjálfari Þróttar eftir 1-3 sigur á KR í kvöld. Það sem Þróttarar breyttu í hálfleik var pressa liðsins og betri ákvarðanir með boltann en í fyrri hálfleik. „Við bættum pressuna og reyndum að finna svæðin sem þær voru að skilja eftir á vellinum og reyndum að hreyfa boltann meira til að opna þær. Svo gerðum við hlutina sem við leggjum áherslu á,“ sagði Nik. Nik sagði í lokinn að hans lið þurfi að byggja á því góða sem þær sýndu í seinni hálfleik. Leikirnir sem Þróttur á framundan eru á móti sterkum liðum, Breiðablik og Val. „Við erum að fara spila við Breiðablik tvisvar og svo við Val. Þannig það verða allt öðruvísi leikir sem við erum að fara spila. Seinni hálfleikurinn í kvöld var það besta sem við höfum sýnt í sumar. Við þurfum að byggja á því,“ sagði Nik að lokum. Christopher: Urðum sennilega bensínlausar í seinni hálfleik Christopher Harrington, þjálfari KR.KR Christopher Thomas Harrington, nýráðinn þjálfari KR, var ánægður með fyrri hálfleik síns liðs í kvöld þrátt fyrir 1-3 tap. „Fyrri hálfleikur var frábær. Síðan urðum við sennilega bensínlausar í seinni hálfleik. Auðvitað er ég bara búinn að taka tvær æfingar sem stjóri KR. Þannig það hefur ekki verið mikill tími til að koma skilaboðum til leikmanna eins og við viljum spila en fyrst og fremst voru það þreyttir fætur sem kostuðu okkur tapið í dag,“ sagði Christopher Thomas. Christopher talaði um að taka það jákvæða úr leik síns liðs en gerir sér jafnframt grein fyrir hvers vegna hans lið tapaði í kvöld. „Það er erfitt af því við erum að fara spila svo marga leiki á stuttum tíma. Þannig það er ekki margt ef horft er til leikforms og hvernig við viljum spila. Við getum tekið það jákvæða eftir að hafa sett eitt af toppliðunum í deildinni undir pressu. Við hefðum sennilega átt að vera með tveggja til þriggja marka forystu í hálfleik,“ sagði Christopher að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti