Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2022 11:34 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar allt frá því hún var kölluð að húsi í Barðavogi í Reykjavík á laugardagskvöld, þar sem karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um að hafa banað nágranna sínum. Lögregla segir rannsókninni miða vel. „Það er verið að vinna úr þeim gögnum sem við höfum verið að afla okkur, og afla frekari gagna. Þannig að henni miðar bara nokkuð vel,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu. Búið sé að taka skýrslur af þeim vitnum sem lögregla hafði ætlað sér að ræða við. „Svo er aldrei að vita hvort það bætist eitthvað við. Það er eitthvað sem kemur í ljós síðar.“ Þó rannsókninni miði vel þurfi áfram að vinna úr gögnum af vettvangi og samtölum við vitni. Viðbrögð lögreglu hafi verið rétt Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. „Það sem búið er að skoða, þá er ekki hægt að sjá að afgreiðsla á því máli hefði átt að vera öðruvísi heldur en var.“ Að svo stöddu, er þá ekki talið að lögregla hefði átt að gera eitthvað öðruvísi? „Nei, síður en svo,“ segir Margeir. Margeir segir að þeir þættir rannsóknarinnar sem eftir standa geti tekið nokkurn tíma. „Nú erum við bara að draga saman upplýsingar og fá aðstoð annars staðar frá líka. Fá ýmsa aðila til að meta og skoða frekar. Það sem eftir er af þessu, svona vinna, það getur tekið nokkra mánuði.“ Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Sjá meira
Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar allt frá því hún var kölluð að húsi í Barðavogi í Reykjavík á laugardagskvöld, þar sem karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um að hafa banað nágranna sínum. Lögregla segir rannsókninni miða vel. „Það er verið að vinna úr þeim gögnum sem við höfum verið að afla okkur, og afla frekari gagna. Þannig að henni miðar bara nokkuð vel,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu. Búið sé að taka skýrslur af þeim vitnum sem lögregla hafði ætlað sér að ræða við. „Svo er aldrei að vita hvort það bætist eitthvað við. Það er eitthvað sem kemur í ljós síðar.“ Þó rannsókninni miði vel þurfi áfram að vinna úr gögnum af vettvangi og samtölum við vitni. Viðbrögð lögreglu hafi verið rétt Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. „Það sem búið er að skoða, þá er ekki hægt að sjá að afgreiðsla á því máli hefði átt að vera öðruvísi heldur en var.“ Að svo stöddu, er þá ekki talið að lögregla hefði átt að gera eitthvað öðruvísi? „Nei, síður en svo,“ segir Margeir. Margeir segir að þeir þættir rannsóknarinnar sem eftir standa geti tekið nokkurn tíma. „Nú erum við bara að draga saman upplýsingar og fá aðstoð annars staðar frá líka. Fá ýmsa aðila til að meta og skoða frekar. Það sem eftir er af þessu, svona vinna, það getur tekið nokkra mánuði.“
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Sjá meira
Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5. júní 2022 16:25