Þetta staðfesti háttsettur embættismaður innan utanríkisráðuneytisins í samtali við rússnesku fréttastofuna Interfax. Heimildamaðurinn staðfesti fregnir af því að Búlgaría, Norður-Makedónía og Svartfjallaland hefðu lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélinni, sem átti að ferja Lavrov til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, á morgun.
Serbía, sem hefur lengi verið náið bandaríki Rússlands, er eitt fárra ríkja sem ekki hefur tekið afstöðu í stríði Rússlands og Úkraínu. Þá hefur landið ekki verið þátttakandi í viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Moskvu.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Aleksandar Vucic Serbíuforseti komust að samkomulagi um það í síðasta mánuði að Rússland myndi halda áfram að selja Serbíu jarðgas en flest önnur ríki hafa hætt olíu- og gasviðskiptum við Rússa þar sem þeir hafa krafist þess að fá greitt í rússneskum rúblum.