Vaktin: Hundruðir flýja Slóvíansk daglega Ólafur Björn Sverrisson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 4. júní 2022 08:53 Flóttafólk í Slóvíansk kemur sér fyrir í rútu sem flytur þau úr borginni. Anadolu Agency / Contributor Hundruðir manna flýja borgina Slóvíansk í austur Úkraínu daglega og tölur brottfluttra hafa næstum tvöfaldast í þessari viku. Loftárás sem drap þrjár manneskjur í borginni á þriðjudag hefur valdið þessum aukna fólksflótta, segir Vadym Lyakh, yfirmaður herstjórnar í Slóvíansk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hundruðir manna flýja borgina Slóvíansk í austur Úkraínu daglega og tölur brottfluttra hafa næstum tvöfaldast í þessari viku. Loftárás sem drap þrjár manneskjur í borginni á þriðjudag hefur valdið þessum aukna fólksflótta, segir Vadym Lyakh, yfirmaður herstjórnar í Slóvíansk. Macky Sall, forseti Senegal og formaður Afríkusambandsins, bað Vladimír Pútín Rússlandsforseta að taka tillit til þeirra áhrifa sem matarskortur, orsakaður af átökunum í Úkraínu, hefur haft á Afríku. Enn er barist í borginni Severodonetsk, höfuðborg Luhansk, en þar eru 800 manns sagðir í felum undir Azot-efnaverksmiðjunni. Þeirra á meðal eru börn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið í viðræðum við Tyrki um leiðir til að mæta áhyggjum þeirra af mögulegri aðild Svía og Finna. Stoltenberg mun funda með fulltrúum ríkjanna þriggja í Brussel á næstu dögum. Martin Griffiths, yfirmaður neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, er staddur í Moskvu til að ræða leiðir til að greiða fyrir útflutningi kornvöru og annarra matvæla frá Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hundruðir manna flýja borgina Slóvíansk í austur Úkraínu daglega og tölur brottfluttra hafa næstum tvöfaldast í þessari viku. Loftárás sem drap þrjár manneskjur í borginni á þriðjudag hefur valdið þessum aukna fólksflótta, segir Vadym Lyakh, yfirmaður herstjórnar í Slóvíansk. Macky Sall, forseti Senegal og formaður Afríkusambandsins, bað Vladimír Pútín Rússlandsforseta að taka tillit til þeirra áhrifa sem matarskortur, orsakaður af átökunum í Úkraínu, hefur haft á Afríku. Enn er barist í borginni Severodonetsk, höfuðborg Luhansk, en þar eru 800 manns sagðir í felum undir Azot-efnaverksmiðjunni. Þeirra á meðal eru börn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið í viðræðum við Tyrki um leiðir til að mæta áhyggjum þeirra af mögulegri aðild Svía og Finna. Stoltenberg mun funda með fulltrúum ríkjanna þriggja í Brussel á næstu dögum. Martin Griffiths, yfirmaður neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, er staddur í Moskvu til að ræða leiðir til að greiða fyrir útflutningi kornvöru og annarra matvæla frá Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira