Skoskur úrvalsdeildardómari kemur út úr skápnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 17:00 Craig Napier, dómari og læknir. BBC Knattspyrnudómarinn Craig Napier hefur opinberað að hann sé samkynhneigður. Napier hrósaði hinum unga Jake Daniels, leikmanni Blackpool, fyrir að taka skrefið og koma út úr skápnum. Napier er 32 ára gamall og starfar sem læknir ásamt því að vera knattspyrnudómari í hæsta gæðaflokki. Í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu skoska knattspyrnusambandsins kemur Napier fram og opinberar að hann sé samkynhneigður. Í kjölfarið ákvað Lloyd Wilson, neðri deildardómari í Skotlandi, einnig að koma út úr skápnum. We need to see the climate change so that people feel they can be their true self and live happily and comfortably in their own skin. An important conversation with Category One referee Craig Napier. pic.twitter.com/bYygya2k23— Scottish FA (@ScottishFA) June 2, 2022 „Við þurfum að breyta landslaginu svo fólk geti verið það sjálft og verið hamingjusamt,“ segir Napier meðal annars og á þar við um landslag fótboltans á Bretlandseyjum sem og víðar. „Ég man eftir að lesa viðtalið þegar Tom Daley kom út úr skápnum og fannst mjög hvetjandi. Þó ekki nægilega mikið til að koma sjálfur út úr skápnum þar sem ég taldi fótbolta vera ólíkan dýfingum. Það er enn þessi veggur í fótboltanum,“ sagði Napier. Daley keppir í dýfingum fyrir Bretland og hefur unnið til ótal verðlauna. Það er langt síðan Daley sagði alþjóð að hann væri samkynhneigður en það var ekki fyrr en táningurinn Daniels steig fram á sjónvarsviðið sem dómaranum fannst kominn tími til að stíga sama skref. Napier hefur aldrei falið kynhneigð sína á öðrum sviðum lífsins en hann starfar sem læknir ásamt því að dæma fótboltaleiki. „Fótbolti er öðruvísi og þess vegna tel ég að það sé mikilvægt að taka umræðuna, við þurfum að breyta þessari menningu sem er til staðar. Þangað til við tökum umræðuna og fáum fyrirmyndir út á völl þá getum við ekki afmáð fordómana né hjálpað fólki að komast yfir þennan ótta sem fylgir því að koma út úr skápnum,“ sagði Napier að endingu. Fótbolti Skoski boltinn Tímamót Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Napier er 32 ára gamall og starfar sem læknir ásamt því að vera knattspyrnudómari í hæsta gæðaflokki. Í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu skoska knattspyrnusambandsins kemur Napier fram og opinberar að hann sé samkynhneigður. Í kjölfarið ákvað Lloyd Wilson, neðri deildardómari í Skotlandi, einnig að koma út úr skápnum. We need to see the climate change so that people feel they can be their true self and live happily and comfortably in their own skin. An important conversation with Category One referee Craig Napier. pic.twitter.com/bYygya2k23— Scottish FA (@ScottishFA) June 2, 2022 „Við þurfum að breyta landslaginu svo fólk geti verið það sjálft og verið hamingjusamt,“ segir Napier meðal annars og á þar við um landslag fótboltans á Bretlandseyjum sem og víðar. „Ég man eftir að lesa viðtalið þegar Tom Daley kom út úr skápnum og fannst mjög hvetjandi. Þó ekki nægilega mikið til að koma sjálfur út úr skápnum þar sem ég taldi fótbolta vera ólíkan dýfingum. Það er enn þessi veggur í fótboltanum,“ sagði Napier. Daley keppir í dýfingum fyrir Bretland og hefur unnið til ótal verðlauna. Það er langt síðan Daley sagði alþjóð að hann væri samkynhneigður en það var ekki fyrr en táningurinn Daniels steig fram á sjónvarsviðið sem dómaranum fannst kominn tími til að stíga sama skref. Napier hefur aldrei falið kynhneigð sína á öðrum sviðum lífsins en hann starfar sem læknir ásamt því að dæma fótboltaleiki. „Fótbolti er öðruvísi og þess vegna tel ég að það sé mikilvægt að taka umræðuna, við þurfum að breyta þessari menningu sem er til staðar. Þangað til við tökum umræðuna og fáum fyrirmyndir út á völl þá getum við ekki afmáð fordómana né hjálpað fólki að komast yfir þennan ótta sem fylgir því að koma út úr skápnum,“ sagði Napier að endingu.
Fótbolti Skoski boltinn Tímamót Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira