Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2022 07:00 Margir hafa lýst óánægju sinni með fyrirkomulag samgangna á flugvellinum. Einkarekin rútufyrirtæki sjá um að ferja fólk til og frá vellinum og Strætó er lítt sjáanlegur. Vísir/Vilhelm Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. Ákall er eftir betri samgöngum. Forsvarsmenn Strætó eru ósáttir við aðgengi og leiðbeiningar í Leifsstöð og rútufyrirtækjum er í sjálfsvald sett hve tíðar ferðir eru frá flugvellinum og marga dreymir um fluglest. „Niðurlægjandi fyrir land og þjóð“ Pétur Marteinn Urbancic, lögfræðingur og formaður ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík, vakti athygli á málinu á Twitter á dögunum. „Er búinn sitja í rándýrri rútu á Keflavíkurflugvelli núna í 40 mínútur og hún er ekki enn farin af stað,“ skrifaði Pétur. Hann segir niðurlægjandi fyrir land og þjóð að þetta séu fyrstu kynni margra af Íslandi. „Að þetta sé nánast eini möguleikinn er svo next level galið. Steinaldardæmi.“ Er búinn sitja í rándýrri rútu á Keflavíkurflugvelli núna í 40 mín og hún er ekki enn farin af stað. Niðurlægjandi fyrir land og þjóð að þetta séu fyrstu kynni margra af Íslandi. Að þetta sé nánast eini möguleikinn er svo next level galið. Steinaldardæmi.— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 29, 2022 Pétur sagði í samtali við Vísi að hann vilji lest til og frá vellinum. Þangað til það geti orðið að veruleika vill hann að opinberir aðilar sem beri ábyrgð á almenningssamgöngum tali saman og finni lausn þannig að reglulegar almenningssamgöngur verði til staðar. „Mér finnst það bara gefið. Þetta er svo kraftheimskulegt að maður áttar sig eiginlega ekki á því hvernig þetta getur verið svona.“ sagði Pétur. Pétur er þeirrar skoðunar að strætóaðstaðan sé óboðleg, fáir virðist nota leiðina sem tekur krók í Reykjanesbæ áður en haldið er til höfuðborgarinnar. „Ég tek þennan strætó margoft en fer oftast út bara í Hafnarfirði til að keppa í borðtennis. Flestir þeirra fáu sem nota hann fara þar út. Strætóinn fer svona fjórum til fimm sinnum yfir daginn en oftast bara um kvöldin, ég veit eiginlega ekki hverjir ættu að nota hann til að fara upp á völl.“ Hann segir það hljóta að koma að því að lest verði notuð til að ferja fólk til og frá vellinum en það sé ekki í augsýn. Beðið eftir að rútan fyllist og stoppað á hótelum Ófáir Íslendinga hafa sömu sögu að segja af ferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli með flugrútunni. Hallgrímur Helgason er meðal þeirra. „Er þetta ekki komið út í hreint djók?“ spurði Hallgrímur í nýlegri Facebook færslu. Biðin í rútunni hafði reynst margfalt lengri en lagt hafði verið upp með. „Fer eftir fimm,“ var mér tjáð. Það reyndust þó þrjátíu og fimm, þar sem hér var spilað af fingrum fram og beðið á meðan fólk streymdi enn út á stæðið. Engin sýnileg áætlun í gangi,“ sagði Hallgrímur. Þá lýsir hann því hvernig rútan hafi tekið gríðarlegan krók til að stoppa á Hótel 201 í Hlíðarsmára í Kópavogi til að skila enskum hjónum á hótelið sitt. „Ekki fundu þau farangur sinn alveg strax og máttu þar 60 farþegar bíða á stæði á meðan Rótarýmaðurinn rótaði í töskugeymslunni. Þetta tók góðar sjö mínútur.“ „Tíminn frá því að mér var sagt að rútan færi eftir fimm og að komu á BSÍ var ein klukkustund og 45 mínútur.“ Leiðin frá BSÍ umferðarstöðinni í Reykjavík til Keflavíkur kostar 3.499 krónur. Samkvæmt svörum frá þjónustuborði Flybus, sem er annað tveggja rútufyrirtækja sem hafa starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli, eru ferðirnar til Keflavíkur skipulagðar samkvæmt tímaáætlun. Það sama gildi þó ekki um leiðirnar í bæinn. Fyrirtækið skipuleggur ferðir sínar í samræmi við komur á flugvöllinn og segist geta tekið sér um 30-40 mínútur til þess að bíða eftir því að rúturnar fyllist áður en lagt er í hann. Leggurinn kostar þó jafnmikið, 3.499 krónur. „Spilað af fingrum fram,“ segir Hallgrímur. Svigrúm til að uppfylla kröfur Isavia Í skriflegu svari frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, segir hann Isavia hafa gert samning við Airport Direct og FlyBus árið 2018 í kjölfar útboðs. Í útboðinu hafi verið gerð sú krafa að boðið sé upp á ferðir milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins í tengslum við öll flug, á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Fyrirtækin hafi síðan ákveðið svigrúm til þess að uppfylla þessar kröfur. Hann segir Airport Direct vera með ferðir samkvæmt tímaáætlunum frá Keflavíkurflugvelli á meðan FlyBus haga tíðni ferða eftir umfangi hverju sinni. Guðjón tekur sérstaklega fram að Isavia eigi í góðu samstarfi við þessi fyrirtæki. Varðandi betra aðgengi og upplýsingar um strætóleið segir Guðjón Isavia ávallt opið fyrir samtali við Strætó. Núverandi leið tímaskekkja Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Ekki fer þó mikið fyrir Strætósamgöngum á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir leið 55, sem fer til Keflavíkur frá Reykjavík, vera tímaskekkju. Leið 55 var áður fyrr rekin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Guðmundur bendir á að í dag beri Vegagerðin ábyrgð á skipulagningu kerfisins, á meðan Strætó er í nokkurs konar þjónustuhlutverki. „Leiðin eins og hún er í dag er tímaskekkja, enda er hún enn í sömu mynd og þegar samband sveitarfélaga á Suðurnesjum rak hana og átti þá að þjónusta íbúa Reykjanesbæjar,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi. „Við höfum samt sem áður bent á að aðgengi Strætó í Leifsstöð er alls ekki nógu gott. Þegar maður á að taka Strætó í bæinn frá flugstöðinni verður maður að labba á götu sem heitir Kjóavellir, þar sem er illa merkt bárujárnsskilti, það er alls ekki nógu gott.“ Strætóskýlið við Keflarvíkurflugvöll á Kjóavelli. Skýlið komumegin var ekki auðfundið.Vísir/Vilhelm Hann segir Isavia hafa verið hikandi við að merkja betur hvar Strætó stoppi. „Þetta hefur gengið brösulega og ekkert gerst í mörg ár.“ Ekki var fyrir að fara neinum merkingum um Strætó við komu farþega á flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hrun í aðsókn en heildarendurskoðun á dagskrá Vísir fjallaði um það nýlega að aðsókn í Strætó á landsbyggðinni hafi hrunið undanfarin ár. Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar, boðar heildarendurskoðun á Strætó á landsbyggðinni. „Við erum bara að endurskoða allt leiðarkerfið og þessi leið er hluti af því,“ segir Halldór þegar hann var spurður út í bættar Strætóleiðir til og frá Keflavíkur. Hann vildi ekki tjá sig beint um hvort vilji væri hjá Vegagerðinni til þess að koma á tíðari ferðum eða nýrri strætóleið til og frá Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Halldór Jörgensson boðar heildarendurskoðun á leiðarkerfi Strætó á landsbyggðinni. Ekki munu þær fyrirætlanir innihalda lestir, að minnsta kosti ekki á hans líftíma. Vísir „Þetta leiðarkerfi verður væntanlega óbreytt næstu eitt til tvö árin en það þarf tíma til að skoða hvernig best sé að bæta þetta kerfi.“ Hann segist þurfa að kanna betur hvort notendur séu sáttir við þessa leið eða ekki. Hvað með lest? Umræða um flugflest frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur hefur verið nefnd reglulega undanfarin ár sem möguleiki fyrir greiðar samgöngur til og frá flugstöðinni. Runólfur Ágústsson stjórnarformaður í Fluglestinni sagði í Reykjavík síðdegis á dögunum að slík lest væri gott fyrsta skref í lestarsamgöngum á Íslandi. Hann sagði að meginforsenda fyrir framkvæmdunum væri sú að þær stæðu að minnsta kosti að einhverju leyti undir sér. Með ferðamönnum, sem kæmu til með að nýta sér fluglest, væri kominn raunhæfur kostur. „Þetta snýst náttúrulega allt um farþegafjölda. Lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur út frá þessum forsendum, þeir sem eru daglegir notendur eru að greiða allt önnur verð en túristar sem eru að borga eina ferð,“ segir Runólfur. Samgöngur Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Strætó Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 30. mars 2022 22:12 Um fluglest Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. 17. ágúst 2017 06:00 Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Ákall er eftir betri samgöngum. Forsvarsmenn Strætó eru ósáttir við aðgengi og leiðbeiningar í Leifsstöð og rútufyrirtækjum er í sjálfsvald sett hve tíðar ferðir eru frá flugvellinum og marga dreymir um fluglest. „Niðurlægjandi fyrir land og þjóð“ Pétur Marteinn Urbancic, lögfræðingur og formaður ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík, vakti athygli á málinu á Twitter á dögunum. „Er búinn sitja í rándýrri rútu á Keflavíkurflugvelli núna í 40 mínútur og hún er ekki enn farin af stað,“ skrifaði Pétur. Hann segir niðurlægjandi fyrir land og þjóð að þetta séu fyrstu kynni margra af Íslandi. „Að þetta sé nánast eini möguleikinn er svo next level galið. Steinaldardæmi.“ Er búinn sitja í rándýrri rútu á Keflavíkurflugvelli núna í 40 mín og hún er ekki enn farin af stað. Niðurlægjandi fyrir land og þjóð að þetta séu fyrstu kynni margra af Íslandi. Að þetta sé nánast eini möguleikinn er svo next level galið. Steinaldardæmi.— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 29, 2022 Pétur sagði í samtali við Vísi að hann vilji lest til og frá vellinum. Þangað til það geti orðið að veruleika vill hann að opinberir aðilar sem beri ábyrgð á almenningssamgöngum tali saman og finni lausn þannig að reglulegar almenningssamgöngur verði til staðar. „Mér finnst það bara gefið. Þetta er svo kraftheimskulegt að maður áttar sig eiginlega ekki á því hvernig þetta getur verið svona.“ sagði Pétur. Pétur er þeirrar skoðunar að strætóaðstaðan sé óboðleg, fáir virðist nota leiðina sem tekur krók í Reykjanesbæ áður en haldið er til höfuðborgarinnar. „Ég tek þennan strætó margoft en fer oftast út bara í Hafnarfirði til að keppa í borðtennis. Flestir þeirra fáu sem nota hann fara þar út. Strætóinn fer svona fjórum til fimm sinnum yfir daginn en oftast bara um kvöldin, ég veit eiginlega ekki hverjir ættu að nota hann til að fara upp á völl.“ Hann segir það hljóta að koma að því að lest verði notuð til að ferja fólk til og frá vellinum en það sé ekki í augsýn. Beðið eftir að rútan fyllist og stoppað á hótelum Ófáir Íslendinga hafa sömu sögu að segja af ferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli með flugrútunni. Hallgrímur Helgason er meðal þeirra. „Er þetta ekki komið út í hreint djók?“ spurði Hallgrímur í nýlegri Facebook færslu. Biðin í rútunni hafði reynst margfalt lengri en lagt hafði verið upp með. „Fer eftir fimm,“ var mér tjáð. Það reyndust þó þrjátíu og fimm, þar sem hér var spilað af fingrum fram og beðið á meðan fólk streymdi enn út á stæðið. Engin sýnileg áætlun í gangi,“ sagði Hallgrímur. Þá lýsir hann því hvernig rútan hafi tekið gríðarlegan krók til að stoppa á Hótel 201 í Hlíðarsmára í Kópavogi til að skila enskum hjónum á hótelið sitt. „Ekki fundu þau farangur sinn alveg strax og máttu þar 60 farþegar bíða á stæði á meðan Rótarýmaðurinn rótaði í töskugeymslunni. Þetta tók góðar sjö mínútur.“ „Tíminn frá því að mér var sagt að rútan færi eftir fimm og að komu á BSÍ var ein klukkustund og 45 mínútur.“ Leiðin frá BSÍ umferðarstöðinni í Reykjavík til Keflavíkur kostar 3.499 krónur. Samkvæmt svörum frá þjónustuborði Flybus, sem er annað tveggja rútufyrirtækja sem hafa starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli, eru ferðirnar til Keflavíkur skipulagðar samkvæmt tímaáætlun. Það sama gildi þó ekki um leiðirnar í bæinn. Fyrirtækið skipuleggur ferðir sínar í samræmi við komur á flugvöllinn og segist geta tekið sér um 30-40 mínútur til þess að bíða eftir því að rúturnar fyllist áður en lagt er í hann. Leggurinn kostar þó jafnmikið, 3.499 krónur. „Spilað af fingrum fram,“ segir Hallgrímur. Svigrúm til að uppfylla kröfur Isavia Í skriflegu svari frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, segir hann Isavia hafa gert samning við Airport Direct og FlyBus árið 2018 í kjölfar útboðs. Í útboðinu hafi verið gerð sú krafa að boðið sé upp á ferðir milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins í tengslum við öll flug, á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Fyrirtækin hafi síðan ákveðið svigrúm til þess að uppfylla þessar kröfur. Hann segir Airport Direct vera með ferðir samkvæmt tímaáætlunum frá Keflavíkurflugvelli á meðan FlyBus haga tíðni ferða eftir umfangi hverju sinni. Guðjón tekur sérstaklega fram að Isavia eigi í góðu samstarfi við þessi fyrirtæki. Varðandi betra aðgengi og upplýsingar um strætóleið segir Guðjón Isavia ávallt opið fyrir samtali við Strætó. Núverandi leið tímaskekkja Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Ekki fer þó mikið fyrir Strætósamgöngum á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir leið 55, sem fer til Keflavíkur frá Reykjavík, vera tímaskekkju. Leið 55 var áður fyrr rekin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Guðmundur bendir á að í dag beri Vegagerðin ábyrgð á skipulagningu kerfisins, á meðan Strætó er í nokkurs konar þjónustuhlutverki. „Leiðin eins og hún er í dag er tímaskekkja, enda er hún enn í sömu mynd og þegar samband sveitarfélaga á Suðurnesjum rak hana og átti þá að þjónusta íbúa Reykjanesbæjar,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi. „Við höfum samt sem áður bent á að aðgengi Strætó í Leifsstöð er alls ekki nógu gott. Þegar maður á að taka Strætó í bæinn frá flugstöðinni verður maður að labba á götu sem heitir Kjóavellir, þar sem er illa merkt bárujárnsskilti, það er alls ekki nógu gott.“ Strætóskýlið við Keflarvíkurflugvöll á Kjóavelli. Skýlið komumegin var ekki auðfundið.Vísir/Vilhelm Hann segir Isavia hafa verið hikandi við að merkja betur hvar Strætó stoppi. „Þetta hefur gengið brösulega og ekkert gerst í mörg ár.“ Ekki var fyrir að fara neinum merkingum um Strætó við komu farþega á flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hrun í aðsókn en heildarendurskoðun á dagskrá Vísir fjallaði um það nýlega að aðsókn í Strætó á landsbyggðinni hafi hrunið undanfarin ár. Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar, boðar heildarendurskoðun á Strætó á landsbyggðinni. „Við erum bara að endurskoða allt leiðarkerfið og þessi leið er hluti af því,“ segir Halldór þegar hann var spurður út í bættar Strætóleiðir til og frá Keflavíkur. Hann vildi ekki tjá sig beint um hvort vilji væri hjá Vegagerðinni til þess að koma á tíðari ferðum eða nýrri strætóleið til og frá Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Halldór Jörgensson boðar heildarendurskoðun á leiðarkerfi Strætó á landsbyggðinni. Ekki munu þær fyrirætlanir innihalda lestir, að minnsta kosti ekki á hans líftíma. Vísir „Þetta leiðarkerfi verður væntanlega óbreytt næstu eitt til tvö árin en það þarf tíma til að skoða hvernig best sé að bæta þetta kerfi.“ Hann segist þurfa að kanna betur hvort notendur séu sáttir við þessa leið eða ekki. Hvað með lest? Umræða um flugflest frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur hefur verið nefnd reglulega undanfarin ár sem möguleiki fyrir greiðar samgöngur til og frá flugstöðinni. Runólfur Ágústsson stjórnarformaður í Fluglestinni sagði í Reykjavík síðdegis á dögunum að slík lest væri gott fyrsta skref í lestarsamgöngum á Íslandi. Hann sagði að meginforsenda fyrir framkvæmdunum væri sú að þær stæðu að minnsta kosti að einhverju leyti undir sér. Með ferðamönnum, sem kæmu til með að nýta sér fluglest, væri kominn raunhæfur kostur. „Þetta snýst náttúrulega allt um farþegafjölda. Lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur út frá þessum forsendum, þeir sem eru daglegir notendur eru að greiða allt önnur verð en túristar sem eru að borga eina ferð,“ segir Runólfur.
Samgöngur Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Strætó Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 30. mars 2022 22:12 Um fluglest Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. 17. ágúst 2017 06:00 Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
„Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 30. mars 2022 22:12
Um fluglest Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. 17. ágúst 2017 06:00
Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01