Ísak Snær ekki með gegn Val | Atli Hrafn aftur í bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 17:01 Ísak Snær er á leið í leikbann. Vísir/Hulda Margrét Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur birt lista yfir þá leikmenn og þjálfara Bestu deildar karla sem verða í leikbanni er deildin hefst á nýjan leik um miðjan júní eftir landsleikjahlé. Markahæsti maður deildarinnar er þar á meðal. Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira