Við hefjum leik fyrir norðan ar sem Þór/KA tekur á móti Keflavik í Bestu-deild kvenna klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport 4.
Klukkan 19:05 er svo komið að viðureign Þróttar og Stjörnunnar á Stöð 2 Sport áður en tveir leikir eru sýndir á Bestu-deildar rásinni á vefnum. Annars vegar er það leikur Aftureldingar og Breiðabliks klukkan 19:10 og hins vegar leikur Selfoss og KR klukkutíma síðar.
Þá klárast undanúrslitin í umspilinu um laust sæti á HM í Katar loksins í kvöld þegar Skotland tekur á móti Úkraínu klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport 2.