Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 18:30 Kjartan Atli, bróðir og dóttir rákust á gamla brýnið Brian Scalabrine. Vísir/Stöð 2 Sport Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni. Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan.
Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira