Telur að Heimir verði rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2022 10:00 Valsmennirnir hans Heimis Guðjónssonar hafa tapað fjórum leikjum í röð. vísir/Hulda Margrét Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Heimir Guðjónsson verði látinn taka pokann sinn sem þjálfari Vals. Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07