Nepalskrar flugvélar saknað með 22 innanborðs Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 10:32 Fólk fyrir utan Tribhuvan alþjóðaflugvöllinn í Katmandú, höfuðborg Nepals. AP/Niranjan Shreshta Lítillar farþegaflugvélar á vegum nepalska flugfélagsins Tara Airlines er saknað en 22 eru um borð í vélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir. Flugvélin hvarf klukkan 9:55 að staðartíma í morgun. CNN hefur eftir talsmanni flugfélagsins að um hafi verið að ræða innanlandsflug frá nepölsku borginni Pokhara til Jomsom, sem er vinsæll ferðamannabær inn í miðju landi. Nepalski herinn aðstoðar við leitina að flugvélinni en flugferðin átti einungis að taka fimmtán mínútur. Um er að ræða Twin Otter-flugvél sem búin er skrúfuhverfli en að sögn AP-fréttaveitunnar mistti flugvélin samband við flugturn skömmu eftir flugtak. Flugleiðin liggur milli fjalla og enda flugmenn á því að lenda í dal sem umlykur fjallabæinn Jomsom. Indverjar og Þjóðverjar um borð Sex erlendir ríkisborgarar voru um borð í vélinni, fjórir Indverjar og tveir Þjóðverjar, að sögn lögreglumanns sem ræddi við AP. Samkvæmt gögnum frá Flightradar24 tók 43 ára gömul flugvél á loft frá Pokhara klukkan 04:22 að íslenskum tíma. Árið 2016 fórust 23 einstaklingar þegar sambærileg Twin Otter-flugvél, einnig á vegum Tara Airlines, hrapaði á sömu flugleið. Árið 2012 fórust svo fimmtán þegar flugvél á vegum Agni Air hrapaði sömuleiðis á leið frá Pokhara til Jomsom en sex einstaklingar lifðu slysið af. 2014 hrapaði flugvél Nepal Airlines á leið frá Pokhara til Jumla og fórust allir átján um borð. Árið 2018 hrapaði US-Bangla farþegaflugvél á leið frá Bangladesh við lendingu á flugvellinum í Kathmandu, höfuðborg Nepals, með þeim afleiðingum að 49 af 71 farþegum fórust. Fréttin hefur verið uppfærð. Nepal Fréttir af flugi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
CNN hefur eftir talsmanni flugfélagsins að um hafi verið að ræða innanlandsflug frá nepölsku borginni Pokhara til Jomsom, sem er vinsæll ferðamannabær inn í miðju landi. Nepalski herinn aðstoðar við leitina að flugvélinni en flugferðin átti einungis að taka fimmtán mínútur. Um er að ræða Twin Otter-flugvél sem búin er skrúfuhverfli en að sögn AP-fréttaveitunnar mistti flugvélin samband við flugturn skömmu eftir flugtak. Flugleiðin liggur milli fjalla og enda flugmenn á því að lenda í dal sem umlykur fjallabæinn Jomsom. Indverjar og Þjóðverjar um borð Sex erlendir ríkisborgarar voru um borð í vélinni, fjórir Indverjar og tveir Þjóðverjar, að sögn lögreglumanns sem ræddi við AP. Samkvæmt gögnum frá Flightradar24 tók 43 ára gömul flugvél á loft frá Pokhara klukkan 04:22 að íslenskum tíma. Árið 2016 fórust 23 einstaklingar þegar sambærileg Twin Otter-flugvél, einnig á vegum Tara Airlines, hrapaði á sömu flugleið. Árið 2012 fórust svo fimmtán þegar flugvél á vegum Agni Air hrapaði sömuleiðis á leið frá Pokhara til Jomsom en sex einstaklingar lifðu slysið af. 2014 hrapaði flugvél Nepal Airlines á leið frá Pokhara til Jumla og fórust allir átján um borð. Árið 2018 hrapaði US-Bangla farþegaflugvél á leið frá Bangladesh við lendingu á flugvellinum í Kathmandu, höfuðborg Nepals, með þeim afleiðingum að 49 af 71 farþegum fórust. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nepal Fréttir af flugi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira