Lífið

„Verð ekki stressaður, ég er vanur sjónvarpsmaður“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Melkorka og Finnbogi starfa saman á fréttamiðlinum Fréttir með Finnboga. 
Melkorka og Finnbogi starfa saman á fréttamiðlinum Fréttir með Finnboga. 

Fréttir með Finnboga hafa slegið í gegn á Instagram. Eva Laufey hitti fólkið á bakvið miðilinn, Finnboga og Melkorku, í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið og fékk að kynnast þeim báðum.

„Í fyrra þegar við vorum að byrja vorum við bæði 19 ennþá og ég vann sem aðstoðarkonan hans Finnboga. Okkur langaði bæði að nýta sumarið í eitthvað skemmtilegt fyrir okkur bæði. Finnboga langaði ekki að fara á vinnustað sem væri bara fyrir fatlað fólk og við sáum auglýsingu fyrir skapandi sumarstörf í Hafnarfirði og þá datt okkur í hug að fara og sýna hvað gerist í bænum okkar,“ segir Melkorka Assa Arnardóttir aðstoðarkona Finnboga sem bætir við að þau hafi byrjað að ganga um bæinn og spurt fólk hvort það hefði verið tilbúið að koma í viðtal við þau.

Verkefnin hafa verið fjölbreytt og hafa þau flutt fréttir af öllu mögulegu.

„Að fá verkefnið í Kastljósinu var stórt tækifæri og ég tók viðtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og það var mjög þægilegt að taka viðtal við hana,“ segir Finnbogi Örn Rúnarsson sem ræddi við forsætisráðherra um stríðið í Úkraínu og aðstæður fatlaðs fólks þar.

„Ég verð ekki stressaður, ég er vanur sjónvarpsmaður,“ segir Finnbogi en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×