Vaktin: Segir Rússa hafa komist hjá flestum þvingunaraðgerðum Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 27. maí 2022 06:41 Selenskí ávarpaði nemendur Stanfordháskóla í Bandaríkjunum í kvöld með aðstoð fjarfundabúnaðar. Á þessari mynd er hann reyndar að ávarpa Davos-ráðstefnuna með sama hætti. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda langdræg vopn til Úkraínu en segjast á sama tíma óttast stigmögnun átaka og hafa átt samtöl við Úkraínumenn um hættuna af því að gera árásir á skotmörk langt inni í Rússlandi. Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira