Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2022 13:30 Silja Bára Ómarsdóttir. Vísir/Vilhelm Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu. Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“ Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01