Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2022 13:30 Silja Bára Ómarsdóttir. Vísir/Vilhelm Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu. Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“ Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01