Spyr hvort LOGOS hafi verið að meta eigin verk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 14:01 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, þar sem hann krefur þann síðarnefnda svara um greiðslur til LOGOS. Vísir/Vilhelm - samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um greiðslur ráðuneytisins og Bankasýslunnar til LOGOS lögmannsþjónustu. Lögmannsstofunni var falið að meta hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði en LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira