Fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga sprautu inn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2022 10:31 Jenna segir það einkennilegt að hver sem er megi í raun sprauta fylliefni eða bótoxi undir húð fólks. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir, ræddi við Sindra Sindrason um húðmeðferðir eins og bótox í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira