Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. maí 2022 07:18 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Laurent Gillieron/Keystone via AP Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent