Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2022 23:31 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Egill Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Samfylkungarinnar. Fyrirspurn Rósu var í fjórum liðum þar sem hún spurði eftirfarandi spurninga: Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu? Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni? Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum? Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu? Greint var frá því í apríl síðastliðnum að Ísland hefði að undanförnu haft milligöngu um flutning á hergögnum frá ýmsum Evrópuríkjum til notkunar í Úkraínu. Nákvæmar upplýsingar um sendingarnar eru trúnaðarmál Í svari Þórdísar Kolbrúnar kemur fram að íslenska ríkið hafi um miðjan maí verið búið að greiða rúmlega 125 milljónir króna, fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu. Þar kemur einnig fram að mikill meirihluti sendinganna séu hergögn, fyrst og fremst skotfæri en einnig annar búnaður. Nákvæmar upplýsingar um farminn séu þó trúnaðarmál en í svarinu er vísað til ákvæði upplýsingalaga sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgengi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir séu undir. Þó nefni Þórdís Kolbrún að upplýsingar um farminn liggi fyrir í ráðuneyti hennar, og að hægt sé að kynna þær utanríkismálanefnd Alþingis í trúnaði. Í svarinu kemur einnig fram að íslensk stjórnvöld hafi upplýst bandalagsríki sín um vilja til þess að halda áfram sínum framlögum með því að styðja og annast flutninga búnaðar og hergagna vegna átakanna í Úkraínu. Ákvarðanir um frekari flutninga ráðist af framvindu stríðsins og beiðnum bandalagsríkja. Rússneska sendiráðið lýsti óánægju með sendingarnar Rússneska sendiráðið í Reykjavík sendi sér yfirlýsingu í mars þar sem lýst var óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu. Þar var vísað til þess að rússnesk yfirvöld áskilji sér rétt til þess að líta áutanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Samfylkungarinnar. Fyrirspurn Rósu var í fjórum liðum þar sem hún spurði eftirfarandi spurninga: Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu? Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni? Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum? Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu? Greint var frá því í apríl síðastliðnum að Ísland hefði að undanförnu haft milligöngu um flutning á hergögnum frá ýmsum Evrópuríkjum til notkunar í Úkraínu. Nákvæmar upplýsingar um sendingarnar eru trúnaðarmál Í svari Þórdísar Kolbrúnar kemur fram að íslenska ríkið hafi um miðjan maí verið búið að greiða rúmlega 125 milljónir króna, fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu. Þar kemur einnig fram að mikill meirihluti sendinganna séu hergögn, fyrst og fremst skotfæri en einnig annar búnaður. Nákvæmar upplýsingar um farminn séu þó trúnaðarmál en í svarinu er vísað til ákvæði upplýsingalaga sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgengi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir séu undir. Þó nefni Þórdís Kolbrún að upplýsingar um farminn liggi fyrir í ráðuneyti hennar, og að hægt sé að kynna þær utanríkismálanefnd Alþingis í trúnaði. Í svarinu kemur einnig fram að íslensk stjórnvöld hafi upplýst bandalagsríki sín um vilja til þess að halda áfram sínum framlögum með því að styðja og annast flutninga búnaðar og hergagna vegna átakanna í Úkraínu. Ákvarðanir um frekari flutninga ráðist af framvindu stríðsins og beiðnum bandalagsríkja. Rússneska sendiráðið lýsti óánægju með sendingarnar Rússneska sendiráðið í Reykjavík sendi sér yfirlýsingu í mars þar sem lýst var óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu. Þar var vísað til þess að rússnesk yfirvöld áskilji sér rétt til þess að líta áutanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05
Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18