Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. maí 2022 16:56 Sanna er ekki sátt við systurflokk sinn Samfylkinguna, sem henni þykir að eigi að leita til vinstri eins og sannur jafnaðarmannaflokkur. vísir/vilhelm Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. „Það er mjög sérkennilegt að sjá það að þarna er flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku sem vill líta til hægri í stað þess að líta til vinstri og það er ekki eitthvað sem að við viljum sjá í okkar áherslum í borgarstjórn. Við höfum þarna tækifæri til þess að fara meira til vinstri og það er vel hægt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Þarna talar hún um jafnaðarmannaflokkinn Samfylkinguna sem er í bandalagi með Viðreisn, sem Sanna segir að ekki nokkur vafi leiki á að flokkist sem hægri flokkur. Því hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn sem og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar hefur gengið inn í bandalag sem útilokar samstarf hennar með Sjálfstæðisflokki í bili.vísir/vilhelm „Við sjáum að Viðreisn talar fyrir einkarekstri, útboði og þessum markaðslausnum eins og kom skýrt fram í stefnu þeirra fyrir kosningarnar. Við Sósíalistar tölum fyrir sósíalískum og félagslegum lausnum og erum einmitt mjög í takti við þessar áherslur sem ættu að koma fram hjá jafnaðarmannaflokki,“ segir hún. Hún segist hafa sett sig í samband við Samfylkingarmenn og reynt að tala þá af bandalaginu og leita til vinstri en ekki haft erindi sem erfiði en er þó með ákall til Samfylkingarmana um að endurhugsa sinn gang: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“. Hún bendir á að Sósíalistar, Píratar og Framsókn hafi bætt við sig fylgi sem sé ákall á vinstri-miðjustjórn. Sósíalistar geti vel hugsað sér að vinna með Framsókn. Einn möguleikinn væri þá Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Vinstri græn með tólf manna meirihluta. Vinstri græn hafa þó gefið það út að þau vilji ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum í bili. Mögulegir meirihlutar með Sósíalistaflokknum.vísir/ragnar Þá kæmu tveir aðrir mögulegir meirihlutar myndaðir frá miðju og til vinstri til greina. Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Flokkur fólksins næði einnig tólf manna meirihluta en einnig væri hægt að skipta út Flokki fólksins fyrir Pírata og mynda þannig fjórtán manna meirihluta. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
„Það er mjög sérkennilegt að sjá það að þarna er flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku sem vill líta til hægri í stað þess að líta til vinstri og það er ekki eitthvað sem að við viljum sjá í okkar áherslum í borgarstjórn. Við höfum þarna tækifæri til þess að fara meira til vinstri og það er vel hægt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Þarna talar hún um jafnaðarmannaflokkinn Samfylkinguna sem er í bandalagi með Viðreisn, sem Sanna segir að ekki nokkur vafi leiki á að flokkist sem hægri flokkur. Því hafa Sósíalistar útilokað samstarf við Viðreisn sem og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar hefur gengið inn í bandalag sem útilokar samstarf hennar með Sjálfstæðisflokki í bili.vísir/vilhelm „Við sjáum að Viðreisn talar fyrir einkarekstri, útboði og þessum markaðslausnum eins og kom skýrt fram í stefnu þeirra fyrir kosningarnar. Við Sósíalistar tölum fyrir sósíalískum og félagslegum lausnum og erum einmitt mjög í takti við þessar áherslur sem ættu að koma fram hjá jafnaðarmannaflokki,“ segir hún. Hún segist hafa sett sig í samband við Samfylkingarmenn og reynt að tala þá af bandalaginu og leita til vinstri en ekki haft erindi sem erfiði en er þó með ákall til Samfylkingarmana um að endurhugsa sinn gang: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“. Hún bendir á að Sósíalistar, Píratar og Framsókn hafi bætt við sig fylgi sem sé ákall á vinstri-miðjustjórn. Sósíalistar geti vel hugsað sér að vinna með Framsókn. Einn möguleikinn væri þá Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Vinstri græn með tólf manna meirihluta. Vinstri græn hafa þó gefið það út að þau vilji ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum í bili. Mögulegir meirihlutar með Sósíalistaflokknum.vísir/ragnar Þá kæmu tveir aðrir mögulegir meirihlutar myndaðir frá miðju og til vinstri til greina. Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og Flokkur fólksins næði einnig tólf manna meirihluta en einnig væri hægt að skipta út Flokki fólksins fyrir Pírata og mynda þannig fjórtán manna meirihluta.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56
Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23. maí 2022 12:04