Er Johnny Depp að skaða metoo hreyfinguna ef hann berst fyrir æru sinni? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 23. maí 2022 10:24 Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Skoðun Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Sjá meira
Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun