Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 09:47 Spænsk yfirvöld kanna hvort að apabóla kunni að hafa dreift sér á fjölsóttum gleðigönguviðburði á Kanaríeyjum. Myndin er frá slíkri hátíð þar fyrir nokkrum árum. Vísir/EPA Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. David Heymann, fyrrverandi yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir helstu tilgátuna um uppruna smitanna að þau hafi borist á milli sam- og tvíkynhneigðra karlmanna með kynlífi á tveimur reifum á Spáni og Belgíu. Spænsk heilbrigðisyfirvöld segjast rannsaka möguleg tengsl við gleðigöngu á Kanaríeyjum þar sem um 80.000 manns komu saman og gufubað í Madrid, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í Bretlandi hefur það vakið athygli yfirvalda að verulegur hluti þeirra sem hafa smitast sé ungir sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn sem hafa aldrei ferðast til Afríku. Sömu sögu hafa yfirvöld í Portúgal og á Spáni að segja. Erfitt er sagt að greina á milli hvort að sjúkdómurinn smitist við kynlífið sjálft eða hvort bólan hafi borist á milli vegna náins samneytis í kringum það. WHO telur að bólan kunni að hafa dreift sér svo lítið bæri á um nokkurn tíma í ljósi þess hversu víða hún hefur skotið upp kollinum. Heymann segir þó ólíklegt að apabólan verði að útbreiddum faraldri. „Þetta er ekki Covid. Við verðum að hægja á henni en hún dreifir sér ekki í lofti og við höfum bóluefni til að verjast henni,“ segir hann. Apabóla Heilbrigðismál Tónlist Kynlíf Tengdar fréttir Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30 Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21 Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14 Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. David Heymann, fyrrverandi yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir helstu tilgátuna um uppruna smitanna að þau hafi borist á milli sam- og tvíkynhneigðra karlmanna með kynlífi á tveimur reifum á Spáni og Belgíu. Spænsk heilbrigðisyfirvöld segjast rannsaka möguleg tengsl við gleðigöngu á Kanaríeyjum þar sem um 80.000 manns komu saman og gufubað í Madrid, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í Bretlandi hefur það vakið athygli yfirvalda að verulegur hluti þeirra sem hafa smitast sé ungir sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn sem hafa aldrei ferðast til Afríku. Sömu sögu hafa yfirvöld í Portúgal og á Spáni að segja. Erfitt er sagt að greina á milli hvort að sjúkdómurinn smitist við kynlífið sjálft eða hvort bólan hafi borist á milli vegna náins samneytis í kringum það. WHO telur að bólan kunni að hafa dreift sér svo lítið bæri á um nokkurn tíma í ljósi þess hversu víða hún hefur skotið upp kollinum. Heymann segir þó ólíklegt að apabólan verði að útbreiddum faraldri. „Þetta er ekki Covid. Við verðum að hægja á henni en hún dreifir sér ekki í lofti og við höfum bóluefni til að verjast henni,“ segir hann.
Apabóla Heilbrigðismál Tónlist Kynlíf Tengdar fréttir Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30 Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21 Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14 Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30
Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21
Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14
Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40