Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 13:52 Þórdís Lóa er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Flokkurinn ætlar sér í meirihlutaviðræður í samfloti með Pírötum og Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. „Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
„Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira