Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 13:52 Þórdís Lóa er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Flokkurinn ætlar sér í meirihlutaviðræður í samfloti með Pírötum og Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. „Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira