Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 13:52 Þórdís Lóa er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Flokkurinn ætlar sér í meirihlutaviðræður í samfloti með Pírötum og Samfylkingu. Vísir/Vilhelm Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. „Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, á Facebook. Flokkarnir þrír tilkynntu fljótlega eftir sveitarstjórnarkosningar að þeir myndu ganga hönd í hönd í hvers lags viðræður. Flokkarnir voru saman í meirihluta í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, ásamt VG, en sá meirihluti féll. Þórdís segir bandalag flokkanna þriggja vera augljósan kost fyrir Viðreisn, með tilliti til þess sem flokkurinn lagði áherslu á í kosningabaráttu sinni. „Sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka. Við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati,“ skrifar Þórdís Lóa. Sér skýran samhljóm Í samtali við Vísi segist Þórdís Lóa ekki geta talað fyrir hönd Samfylkingar og Pírata, en upplýsir þó um að einhugur sé meðal oddvita flokkanna þriggja um næstu skref. Áhuginn fyrir viðræðum við Framsókn sé fyrir hendi. Hún hafi ekki heyrt í Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarmanna, um að gengið verði til formlegra viðræðna. „En ég er búin að vera í samtölum með öllum alla síðustu viku,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir ljóst að flokkarnir eigi skýra samleið í ýmsum málum, svo sem samgöngumálum, skipulagsmálum þeim tengdum og húsnæðismálum. „Sextíu prósent af þeim sem greiddu atkvæði, greiddu atkvæði flokkum sem voru alveg skýrir um þessi mál,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn ekki hækja fallins meirihluta Þórdís Lóa segir að ef Framsóknarflokkurinn færi í samstarf með flokkunum þremur væri ekki verið að reisa við hinn fallna meirihluta. „Þetta er í mínum huga alveg nýtt upphaf. Meirihlutinn féll og það er ekki verið að ganga inn í neinn fyrrverandi meirihluta. Þarna eru að hluta til flokkar sem voru í meirihluta, en aðrir ekki. Við lítum á þetta sem nýja byrjun og skiljum skilaboð um breytingar mjög vel, og tökum þau til okkar,“ segir Þórdís. Hún segir að skilaboðin um samgöngusáttmála, framtíðarþróun í skipulagi og húsnæðismál séu ekki síður skýr, og telur að flokkarnir fjórir eigi bersýnilega samleið í þeim málum. Hún er bjartsýn á að Framsókn svari kallinu og hugnist meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. „Ég ætla bara að leyfa mér að vera svolítið bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira