„Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. maí 2022 12:27 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að fólk fái aðstoð vilji það leita að eigin húsnæði. Vísir/Samsett Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. Það vakti athygli á leigusíðum á samfélagsmiðlum um helgina að stór hópur úkraínskra flóttamanna þyrfti að yfirgefa Hótel Sögu á næstunni og væri því að leita sér að leiguhúsnæði. Einhverjir flóttamenn höfðu talið að þeir gætu dvalið á hótelinu næstu mánuði og því hafi það komið þeim að óvörum að þau þurftu að fara þaðan. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, bendir á að Hótel Saga sé aðeins skammtímaúrræði. Skilaboð sem sett voru á leigusíðu á Facebook um helgina.Mynd/Skjáskot „Þetta er þannig að fólk kemur inn í skammtímaúrræði í nokkrar vikur og fer svo þaðan annað hvort í svokölluð skjól, sem eru þá til þriggja mánaða, eða þá að fólk er búið að útvega sér húsnæði sjálft,“ segir Gylfi en yfir hundrað manns dvelja nú á Hótel Sögu. Einhverjir virðast hafa staðið í þeirri trú að úrræðið á Hótel sögu væri að loka en Gylfi segir svo ekki vera, heldur þarf aðeins að rýma herbergi fyrir komu fleiri flóttamanna. Þá er erfitt fyrir flóttamenn að vera þar til lengri tíma. „Eins og til dæmis á Hótel Sögu þá eru þetta gömlu hótelherbergin og kannski ekki mikið pláss fyrir hvern og einn, þess vegna er þetta skammtímahúsnæði. Þannig þetta er bara eðlilegasti hlutur og gerist oft á viku að fólk sé að fara á milli,“ segir Gylfi. Fá aðstoð við að leita að húsnæði Nokkur skjól eru í boði, til að mynda á Bifröst og segir Gylfi að það hafi gengið vel fyrir flóttamenn að aðlagast þar og fá vinnu. Margir hafi þó fundið sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu og er þeim þá frjálst að taka húsnæði þar á leigu. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga er staðan á leigumarkaði þó sífellt að versna og leiguverð að hækka. Í ljósi þessa ítrekar Gylfi að flóttafólk fái aðstoð við að finna húsnæði en þau eru með lista yfir lausar íbúðir og herbergi víða sem fólk hefur bent á auk þess sem Vinnumálastofnun er með talsvert af störfum sem fylgir búseta. „Það er líka alltaf hægt að leita til til dæmis Fjölmenningarseturs. Þegar fólk í þessari stöðu er í vandræðum, þá er alltaf hægt að leita þangað til þess að fá aðstoð,“ segir Gylfi. „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum, það er ekki þannig.“ Metfjöldi flóttafólks á landinu Að meðaltali eru um það bil tíu flóttamenn frá Úkraínu að koma til landsins á hverjum degi en í heildina hafa rúmlega þúsund úkraínskir flóttamenn leitað hingað frá því að innrás Rússa hófst fyrir þremur mánuðum. „Hvað verður vitum við ekki, en þessi tala sem við erum komin í núna, yfir þúsund manns, þetta er svona það sem við vorum að búast við á einu ári, þúsund til fimmtán hundruð. Með þessu áframhaldi förum við hátt yfir þá tölu þannig það verður metfjöldi flóttafólks á Íslandi á þessu ári, það er ljóst og það er þegar þannig,“ segir Gylfi. Verið er að auka framboð af skammtímahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og svokölluð skjól víða um land til að bregðast við stöðunni. „Við erum að skoða það bara með sveitarfélögunum og þessum helstu hagsmunaraðilum, hvernig er hægt að leysa þau mál,“ segir Gylfi. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Það vakti athygli á leigusíðum á samfélagsmiðlum um helgina að stór hópur úkraínskra flóttamanna þyrfti að yfirgefa Hótel Sögu á næstunni og væri því að leita sér að leiguhúsnæði. Einhverjir flóttamenn höfðu talið að þeir gætu dvalið á hótelinu næstu mánuði og því hafi það komið þeim að óvörum að þau þurftu að fara þaðan. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, bendir á að Hótel Saga sé aðeins skammtímaúrræði. Skilaboð sem sett voru á leigusíðu á Facebook um helgina.Mynd/Skjáskot „Þetta er þannig að fólk kemur inn í skammtímaúrræði í nokkrar vikur og fer svo þaðan annað hvort í svokölluð skjól, sem eru þá til þriggja mánaða, eða þá að fólk er búið að útvega sér húsnæði sjálft,“ segir Gylfi en yfir hundrað manns dvelja nú á Hótel Sögu. Einhverjir virðast hafa staðið í þeirri trú að úrræðið á Hótel sögu væri að loka en Gylfi segir svo ekki vera, heldur þarf aðeins að rýma herbergi fyrir komu fleiri flóttamanna. Þá er erfitt fyrir flóttamenn að vera þar til lengri tíma. „Eins og til dæmis á Hótel Sögu þá eru þetta gömlu hótelherbergin og kannski ekki mikið pláss fyrir hvern og einn, þess vegna er þetta skammtímahúsnæði. Þannig þetta er bara eðlilegasti hlutur og gerist oft á viku að fólk sé að fara á milli,“ segir Gylfi. Fá aðstoð við að leita að húsnæði Nokkur skjól eru í boði, til að mynda á Bifröst og segir Gylfi að það hafi gengið vel fyrir flóttamenn að aðlagast þar og fá vinnu. Margir hafi þó fundið sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu og er þeim þá frjálst að taka húsnæði þar á leigu. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga er staðan á leigumarkaði þó sífellt að versna og leiguverð að hækka. Í ljósi þessa ítrekar Gylfi að flóttafólk fái aðstoð við að finna húsnæði en þau eru með lista yfir lausar íbúðir og herbergi víða sem fólk hefur bent á auk þess sem Vinnumálastofnun er með talsvert af störfum sem fylgir búseta. „Það er líka alltaf hægt að leita til til dæmis Fjölmenningarseturs. Þegar fólk í þessari stöðu er í vandræðum, þá er alltaf hægt að leita þangað til þess að fá aðstoð,“ segir Gylfi. „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum, það er ekki þannig.“ Metfjöldi flóttafólks á landinu Að meðaltali eru um það bil tíu flóttamenn frá Úkraínu að koma til landsins á hverjum degi en í heildina hafa rúmlega þúsund úkraínskir flóttamenn leitað hingað frá því að innrás Rússa hófst fyrir þremur mánuðum. „Hvað verður vitum við ekki, en þessi tala sem við erum komin í núna, yfir þúsund manns, þetta er svona það sem við vorum að búast við á einu ári, þúsund til fimmtán hundruð. Með þessu áframhaldi förum við hátt yfir þá tölu þannig það verður metfjöldi flóttafólks á Íslandi á þessu ári, það er ljóst og það er þegar þannig,“ segir Gylfi. Verið er að auka framboð af skammtímahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og svokölluð skjól víða um land til að bregðast við stöðunni. „Við erum að skoða það bara með sveitarfélögunum og þessum helstu hagsmunaraðilum, hvernig er hægt að leysa þau mál,“ segir Gylfi.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira