Verkamannaflokkurinn hlaut 70 þingmenn af 151 í kosningunum og fengu þeirra helstu andstæðingar í kosningunum, Frjálslyndi flokkurinn, einungis 47 þingmenn.
Þetta þýðir að Anthony Albanese verður næsti forsætisráðherra Ástralíu og tekur við af Scott Morrison, formanni Frjálslynda flokksins.Morrison tók við sem forsætisráðherra árið 2018 eftir deilur innan flokksins. Flokksmenn kusu þá á milli Peter Dutton, þáverandi innanríkisráðherra, og Morrison sem var á þeim tíma fjármálaráðherra.
Albanese hefur talað fyrir réttindum hinseginfólks og ókeypis heilbrigðisþjónustu í landinu.