„Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2022 10:30 Þegar Rúrik og Blessings hittust fyrst. Mágarnir Rúrik Gíslason og Jóhannes Ásbjörnsson fóru á dögunum út til Malaví í austur Afríku en ástæðan fyrir heimsókninni er að Rúrik er velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpin á Íslandi. Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira