Vaktin: „Rússar mega ekki vinna þetta stríð“ Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 19. maí 2022 06:47 Ónýtur rússneskur bryndreki sem búið er að skrifa á „rússneskt herskip, farðu í rassgat“. Getty/Christopher Furlong Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. Ráðamenn á Vesturlöndum ræða nú leiðir til að koma kornvöru frá Úkraínu, sem situr föst í vöruhúsum vegna átakanna og umsáturs Rússa við suðurströnd landsins. Fregnir herma að Rússar hafi gert skipulagðar árásir til að eyðileggja kornbirgðir en mörg lönd í Afríku og víðar eru afar háð kornútflutningi frá bæði Úkraínu og Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ávarpaði Bundestag, þýska þingið, í morgun og sagði þar að Rússland mætti ekki vinna stríðið í Úkraínu. Hann sagði stríðið vera stærstu krísu Evrópusambandsins hingað til og að einræðistilburðir Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, væri ógn gegn evrópskri samstöðu. Bandaríkjamenn segja Rússa enn hafa mikla yfirburði á vígvöllum Úkraínu og að þrátt fyrir mikið mannfall sé hernaðargeta þeirra mikil. Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í dag kom fram að stríðið gæti staðið yfir í langan tíma. Alþjóðabankinn hefur heitið því að leggja til 30 milljarða Bandaríkjadala til að freista þess að stemma stigu við fæðuskorti í heiminum. Fjármunirnir munu renna til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru í gangi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir meinta notkun Rússa á leiservopnum sé til marks um misheppnaða innrás þeirra og líkir fregnum af vopnunum við áróður nasista þegar þeir ræddu um „wunderwaffe“; nýtt undravopn. Selenskí hefur undirritað tilskipun til að framlengja yfirlýsingu um neyðarástand í landinu og herlög í 90 daga. Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Bandaríkjamenn hafa opnað sendiráð sitt í Kænugarði á ný, eftir þriggja mánaða lokun. Fjármálaráðherrar G7 funda í dag til að ræða fjármál Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Ráðamenn á Vesturlöndum ræða nú leiðir til að koma kornvöru frá Úkraínu, sem situr föst í vöruhúsum vegna átakanna og umsáturs Rússa við suðurströnd landsins. Fregnir herma að Rússar hafi gert skipulagðar árásir til að eyðileggja kornbirgðir en mörg lönd í Afríku og víðar eru afar háð kornútflutningi frá bæði Úkraínu og Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ávarpaði Bundestag, þýska þingið, í morgun og sagði þar að Rússland mætti ekki vinna stríðið í Úkraínu. Hann sagði stríðið vera stærstu krísu Evrópusambandsins hingað til og að einræðistilburðir Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, væri ógn gegn evrópskri samstöðu. Bandaríkjamenn segja Rússa enn hafa mikla yfirburði á vígvöllum Úkraínu og að þrátt fyrir mikið mannfall sé hernaðargeta þeirra mikil. Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í dag kom fram að stríðið gæti staðið yfir í langan tíma. Alþjóðabankinn hefur heitið því að leggja til 30 milljarða Bandaríkjadala til að freista þess að stemma stigu við fæðuskorti í heiminum. Fjármunirnir munu renna til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru í gangi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir meinta notkun Rússa á leiservopnum sé til marks um misheppnaða innrás þeirra og líkir fregnum af vopnunum við áróður nasista þegar þeir ræddu um „wunderwaffe“; nýtt undravopn. Selenskí hefur undirritað tilskipun til að framlengja yfirlýsingu um neyðarástand í landinu og herlög í 90 daga. Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Bandaríkjamenn hafa opnað sendiráð sitt í Kænugarði á ný, eftir þriggja mánaða lokun. Fjármálaráðherrar G7 funda í dag til að ræða fjármál Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira