Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. maí 2022 06:43 Úkraínskir hermenn í haldi Rússa í Maríuól. AP Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira