Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2022 12:01 Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ekki áhyggjur af geimverum, eftir því sem best er vitað, heldur óttast þeir að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna. Getty Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Mikil eftirvænting er eftir fundinum en þetta er í fyrsta sinn sem opinn þingnefndarfundur um FFH eru haldinn í Bandaríkjunum í áratugi. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur á undanförnum árum birt myndbönd af FFH og í fyrra var gefin út skýrsla um óþekkta hluti sem hefðu sést á flugi undanfarna áratugi. Hér er vert að taka fram að ekkert af því sem hefur verið birt hingað til gefur til kynna að geimverur hafi verið á ferðinni yfir jörðinni. Í skýrslunni sem gefin var út í fyrra kom einnig fram að furðuhlutirnir væru líklegast ekki heldur háþróuð farartæki frá Rússlandi eða Kína, þó það hafi á sínum tíma verið talið mögulegt. Það að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna er helsta áhyggjuefni ráðamanna í Bandaríkjunum þegar kemur að fljúgandi furðuhlutum. CNN hefur til að mynda eftir yfirlýsingu frá André Carson, þingmanni Demókrataflokksins og formanni nefndarinnar, að bandaríska þjóðin eigi það skilið að leiðtogar hennar taki mögulegar og illskiljanlegar ógnir gegn Bandaríkjunum alvarlega. Fundur nefndarinnar hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Hann verður opinn fyrstu þrjár klukkustundirnar. Eftir það verður slökkt á útsendingunni og fólk rekið úr salnum, svo þeir sem sitja fyrir svörum geti svarað um leynileg málefni. Áhugasamir geta fylgst með fyrri hluta fundarins í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Hernaður Fréttir af flugi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira
Mikil eftirvænting er eftir fundinum en þetta er í fyrsta sinn sem opinn þingnefndarfundur um FFH eru haldinn í Bandaríkjunum í áratugi. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur á undanförnum árum birt myndbönd af FFH og í fyrra var gefin út skýrsla um óþekkta hluti sem hefðu sést á flugi undanfarna áratugi. Hér er vert að taka fram að ekkert af því sem hefur verið birt hingað til gefur til kynna að geimverur hafi verið á ferðinni yfir jörðinni. Í skýrslunni sem gefin var út í fyrra kom einnig fram að furðuhlutirnir væru líklegast ekki heldur háþróuð farartæki frá Rússlandi eða Kína, þó það hafi á sínum tíma verið talið mögulegt. Það að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna er helsta áhyggjuefni ráðamanna í Bandaríkjunum þegar kemur að fljúgandi furðuhlutum. CNN hefur til að mynda eftir yfirlýsingu frá André Carson, þingmanni Demókrataflokksins og formanni nefndarinnar, að bandaríska þjóðin eigi það skilið að leiðtogar hennar taki mögulegar og illskiljanlegar ógnir gegn Bandaríkjunum alvarlega. Fundur nefndarinnar hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Hann verður opinn fyrstu þrjár klukkustundirnar. Eftir það verður slökkt á útsendingunni og fólk rekið úr salnum, svo þeir sem sitja fyrir svörum geti svarað um leynileg málefni. Áhugasamir geta fylgst með fyrri hluta fundarins í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Hernaður Fréttir af flugi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira