Undarlegt að hafa ekki heyrt frá Degi Árni Sæberg skrifar 16. maí 2022 19:24 Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík telur mikilvægt að félagshyggjustjórn taki við í borginni og að undarlegt sé að borgarstjóri hafi ekki hringt í sig. „Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún. Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Segir Selenskí á leið til Washington Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Formaður sænska Miðflokksins hættir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Norðanátt og frystir smám saman „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Sjá meira
„Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún.
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Segir Selenskí á leið til Washington Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Formaður sænska Miðflokksins hættir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Norðanátt og frystir smám saman „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Sjá meira