Allt opið í Hafnarfirði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 16. maí 2022 20:26 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar. Flokkurinn bætti við sig tveimur mönnum í kosningunum á laugardag. Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. Spenna ríkir um meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Samfylkingin vann mikinn sigur á laugardaginn og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti við sig manni og er nú með tvo. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Valdirmar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að byrja á því að eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks, um grundvöll fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi. Eru einhverjar formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk hafnar? „Nei engar formlegar, þetta hefur verið óformlegt. Bæði í gær og í dag sem ég hef rætt við bæði oddvita Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en formlegar viðræður munu hefjast á næstu dögum,“ sagði Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðmundar Árni hefur óskað formlega eftir því við oddvita Framsóknar að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs meirihluta. „Ég gerði honum grein fyrir því og hann hafði skilning á því að til að byrja með myndu flokkarnir sem hefðu meirihluta og héldu meirihluta byrja á að ræða saman þannig að ég veit af hans áhuga og hef gert honum grein fyrir því að við byrjum þetta samtal með þessum hætti,“ sagði Valdimar. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum 2022 Bæjarstjórastóllinn ræddur Gerir þú kröfu um bæjarstjórastól? „Bæjarstjórastóllinn hefur verið ræddur. Ég hef verið stjórnandi í tæp 20 ár sem skólastjóri og vissulega væri ég tilbúinn í það verkefni en það er ekki forgangsmál í samtalinu en vissulega verður það rætt.“ En ef Samfylkingin myndi gefa ykkur bæjarstjórastólinn, væri það freisting að vinna með þeim? „Samfylkingin hefur viðrað það að þeir sjái fyrir sér stjórn sem Framsókn leiðir en hins vegar erum við fyrst og fremst að horfa til málefna, hvort við náum þeim á framfæri áður en við förum að ræða um skiptingu í embætti og ráða nefndir.“ Samstarf við Sjálfstæðisflokk ekki í kortunum en samt allt opið Guðmundur Árni kannaðist ekki við að hafa boðið Framsókn bæjarstjórastólinn. Viðræður við Framsóknarflokkinn yrði á jafnréttisgrundvelli jafnvel þó að Samfylkingin hefði fengið 29% atkvæða en Framsókn 13%. „Við komum ekki inn í slíkar viðræður með neinar kröfur enda er það ekki mjög gagnlegt í pólitík og hefur aldrei verið,“ sagði Guðmundur Árni í kvöldfréttunum. Sagðist hann telja úrslit kosninganna ákall um að Framsókn og Samfylkingin komi til verka í bæjarstjórn. Spurður út í hvort að möguleiki væri á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman sló Guðmundur Árni úr og í. „Það hefur aldrei verið í kortunum og er það ekki heldur núna.“ Í næstu andrá sagðist hann þó hafa átt gott samtal við Rósu í síma í dag. „Þannig að það er allt opið. Allt er opið í lífinu og ekki síst í pólitíkinni,“ sagði Guðmundur Árni. L-listinn í lykilstöðu á Akureyri Formlegar meirihlutaviðræður hefjast á Akureyri í kvöld þegar oddvitar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda um grundvöll fyrir meirihlutasamstarfi. „Við hittumst aðeins í gærkvöldi og ákváðum að byrja að tala saman og hittumst núna væntanlega mikið á næstu dögum,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans á Akureyri. L-listinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar. Listinn er í lykilstöðu en oddvitinn útilokar ekki samstarf við aðra flokka. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Akureyri Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Spenna ríkir um meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Samfylkingin vann mikinn sigur á laugardaginn og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti við sig manni og er nú með tvo. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Valdirmar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að byrja á því að eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks, um grundvöll fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi. Eru einhverjar formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk hafnar? „Nei engar formlegar, þetta hefur verið óformlegt. Bæði í gær og í dag sem ég hef rætt við bæði oddvita Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en formlegar viðræður munu hefjast á næstu dögum,“ sagði Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðmundar Árni hefur óskað formlega eftir því við oddvita Framsóknar að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs meirihluta. „Ég gerði honum grein fyrir því og hann hafði skilning á því að til að byrja með myndu flokkarnir sem hefðu meirihluta og héldu meirihluta byrja á að ræða saman þannig að ég veit af hans áhuga og hef gert honum grein fyrir því að við byrjum þetta samtal með þessum hætti,“ sagði Valdimar. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum 2022 Bæjarstjórastóllinn ræddur Gerir þú kröfu um bæjarstjórastól? „Bæjarstjórastóllinn hefur verið ræddur. Ég hef verið stjórnandi í tæp 20 ár sem skólastjóri og vissulega væri ég tilbúinn í það verkefni en það er ekki forgangsmál í samtalinu en vissulega verður það rætt.“ En ef Samfylkingin myndi gefa ykkur bæjarstjórastólinn, væri það freisting að vinna með þeim? „Samfylkingin hefur viðrað það að þeir sjái fyrir sér stjórn sem Framsókn leiðir en hins vegar erum við fyrst og fremst að horfa til málefna, hvort við náum þeim á framfæri áður en við förum að ræða um skiptingu í embætti og ráða nefndir.“ Samstarf við Sjálfstæðisflokk ekki í kortunum en samt allt opið Guðmundur Árni kannaðist ekki við að hafa boðið Framsókn bæjarstjórastólinn. Viðræður við Framsóknarflokkinn yrði á jafnréttisgrundvelli jafnvel þó að Samfylkingin hefði fengið 29% atkvæða en Framsókn 13%. „Við komum ekki inn í slíkar viðræður með neinar kröfur enda er það ekki mjög gagnlegt í pólitík og hefur aldrei verið,“ sagði Guðmundur Árni í kvöldfréttunum. Sagðist hann telja úrslit kosninganna ákall um að Framsókn og Samfylkingin komi til verka í bæjarstjórn. Spurður út í hvort að möguleiki væri á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman sló Guðmundur Árni úr og í. „Það hefur aldrei verið í kortunum og er það ekki heldur núna.“ Í næstu andrá sagðist hann þó hafa átt gott samtal við Rósu í síma í dag. „Þannig að það er allt opið. Allt er opið í lífinu og ekki síst í pólitíkinni,“ sagði Guðmundur Árni. L-listinn í lykilstöðu á Akureyri Formlegar meirihlutaviðræður hefjast á Akureyri í kvöld þegar oddvitar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda um grundvöll fyrir meirihlutasamstarfi. „Við hittumst aðeins í gærkvöldi og ákváðum að byrja að tala saman og hittumst núna væntanlega mikið á næstu dögum,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans á Akureyri. L-listinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar. Listinn er í lykilstöðu en oddvitinn útilokar ekki samstarf við aðra flokka.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Akureyri Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira