Kveðja og hvatning frá leigjendum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 16. maí 2022 08:00 Nú að loknum borgarstjórnarkosningum þá er tilefni til að fara yfir atburði liðinna vikna og það sem gæti verið í vændum fyrir þær tugþúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að lúta lögmálum hins villta leigumarkaðar. Leigjendasamtökin tóku sér mjög ákveðna stöðu í samtalinu sem fór fram í liðinni kosningabaráttu, þar sem velferð leigjenda var í algerum forgangi. Við lögðum upp með þá spurningu til framboða hér í Reykjavík um “hvernig við tryggðum velferð leigjenda?”. Núverandi hnignun í velferð leigjenda er umlukin miklu óöryggi, húsnæðisskorti og sjálfdæmi leigusala í verðmyndun og við þeim þáttum verður að bregðast við hið snarasta. Samtökin hafa talað lengi fyrir íhlutun í verðmyndun á leigumarkaði, fyrir auknum réttindum og vernd fyrir leigendur ásamt því að tala fyrir stórátaki í uppbyggingu á alvöru óhagnaðardrifnu leigu- og kaupleiguhúsnæði á landinu öllu. Það er deginum ljósara, að bæði ef tekið er mið af reynslu leigjenda og ef rýnt er í hagtölur á húsnæðismarkaði að það þarf þjóðarátak í húsnæðismálum. Eftir að samtökin fóru að taka virkan þátt í opinberri umræðu um stefnumál flokkana í Reykjavík fyrir um það bil 4 vikum þá hefur margt breyst. Sjónarmið leigjenda, félagsleg staða þeirra, íþyngjandi skilyrði og búsetufyrirkomulag hefur komið upp á yfirborðið. Leigjendasamtökin hafa veitt leigjendum tækifæri og vettvang til að ávarpa stöðu sína og efla stéttarvitund og á sama tíma hafa samtökin eflst mikið og mikil fjölgun hefur orðið í skráningu. Á næstu vikum og mánuðum ætla samtökin svo að efla starfið og fjölga meðlimum enn frekar. Í gegnum þessa kosningabaráttu höfum við reynt að ávarpa frambjóðendur, leigjendur og í raun alla íbúa og haldið frammi sjónarmiðum þeirra sem búa við óöryggi og mjög íþyngjandi húsnæðiskostnað á leigumarkaði. Það er skaðlegt samfélaginu okkar að búa svo um hnútana að stór hluti fjölskyldna búi við fátækt og örvæntningu án nokkurs annars tilgangs en að skapa auð fyrir eignafólk og fjárfesta. Að allt atgervi, mannkostir og sköpunkraftur þeirra sé umlukið örvæntingu og afkomuótta. Það skaðar ekki bara leigejndur heldur samfélagið allt. Sjónarmið Leigjendasamtakana áttu mikinn hljómgrunn hjá flestum stjórnmálaflokkum og öllum fjölmiðlum. Það má færa góð rök fyrir því að leigjendasamtökin hafi komið húsnæðismálum og málefnum leigumarkaðarins rækilega á dagskrá í þessari kosningabaráttu og að það hafi jafnvel haft áhrif á fylgi flokka og áherslur þeirra síðustu vikur. Umræða síðustu vikuna snérist að mörgu leyti um húsnæðismál, sem var málefni sem meirihlutinn ætlaði sér ekki að gera að sérstöku kosningamáli en komst sem betur fer í brennipunkt umræðunnar vegna ríkjandi neyðar, framsetningar samtakanna og áhuga fjölmiðla. Leigjendur og aðrir þeir sem þrá það eitt að öðlast húsnæðisöryggi og heimilishelgi þurfa nauðsynlega að fá þau skilaboð um að betri og heilbrigðari tímar séu í vændum. Það er ljóst að það eru nokkur stjórnarmynstur í höfuðborginni sem gætu staðið fyrir nauðsynlegri uppbyggingu á húsnæði og tryggt stóran hluta þeirra í alvöru óhagnaðardrfið resktrarform, s.s. í gegnum byggingasamvinnufélög eða á vegum borgarinnar sjálfrar. Í borgarstjórn eru einnig flokkar sem hafa talað fyrir regluvæðingu leigumarkaðarins og bættri velferð þeirra sem líða fyrir núverandi ástand. Það er klár meirihluti fyrir samstarfi flokka sem geta breytt landslagi og framtíð fjölskyldna í Reykjavík, með áherslu á velferð, öryggi og réttindi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst ef litið er til niðurstaðna kosninga í Reykjavík, að það var kosið um úrbætur á húsnæðismarkaði og um velferð leigjenda. Það er því ríkt tilefni til að hvetja þá flokka sem geta sameinast um stórátak í uppbyggingu á óhagnaðadrifnu íbúðarhúsnæði til að íhuga samstarf á þeim grundvelli og leysa úr þeirri ánauð sem nú ríkir. Ég vil persónulega þakka frambjóðendum allra flokka í Reykjavík sem ég hef átt samskipti við undanfarnar vikur fyrir góðar viðtökur og skilning á málefnum leigjenda. Einnig vil ég þakka því fjölmiðlafólki sem hefur veitt sjónarmiðum leigjenda vettvang í opinberri umræði, og sérstakar þakkir fá blaðamenn Stundarinnar fyrir heimsklassa umfjöllum um leigumarkaðinn. Leigjendum og velunnurum þeirra vil ég þakka fyrir ómetanlega hvatningu og stuðning. Nú er runnin upp örlagatími fyrir okkur leigjendur, og leggjum við nú velferð okkar og fjöregg í hendur ykkar kæru borgarfulltrúar. Við treystum ykkur til að setja það í öndvegi og að hafa manngildi í heiðri. Leigjendasamtökin hvetja ykkur til að sameinast um að húsnæði séu mannréttindi, og að fasteignamarkaður verði ekki fjárfestingaöflum og spákaupmennsku endnalega að bráð með frekari áföllum fyrir leigjendur. Með hjartans kveðju,Guðmundur Hrafn Höfundur er í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú að loknum borgarstjórnarkosningum þá er tilefni til að fara yfir atburði liðinna vikna og það sem gæti verið í vændum fyrir þær tugþúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að lúta lögmálum hins villta leigumarkaðar. Leigjendasamtökin tóku sér mjög ákveðna stöðu í samtalinu sem fór fram í liðinni kosningabaráttu, þar sem velferð leigjenda var í algerum forgangi. Við lögðum upp með þá spurningu til framboða hér í Reykjavík um “hvernig við tryggðum velferð leigjenda?”. Núverandi hnignun í velferð leigjenda er umlukin miklu óöryggi, húsnæðisskorti og sjálfdæmi leigusala í verðmyndun og við þeim þáttum verður að bregðast við hið snarasta. Samtökin hafa talað lengi fyrir íhlutun í verðmyndun á leigumarkaði, fyrir auknum réttindum og vernd fyrir leigendur ásamt því að tala fyrir stórátaki í uppbyggingu á alvöru óhagnaðardrifnu leigu- og kaupleiguhúsnæði á landinu öllu. Það er deginum ljósara, að bæði ef tekið er mið af reynslu leigjenda og ef rýnt er í hagtölur á húsnæðismarkaði að það þarf þjóðarátak í húsnæðismálum. Eftir að samtökin fóru að taka virkan þátt í opinberri umræðu um stefnumál flokkana í Reykjavík fyrir um það bil 4 vikum þá hefur margt breyst. Sjónarmið leigjenda, félagsleg staða þeirra, íþyngjandi skilyrði og búsetufyrirkomulag hefur komið upp á yfirborðið. Leigjendasamtökin hafa veitt leigjendum tækifæri og vettvang til að ávarpa stöðu sína og efla stéttarvitund og á sama tíma hafa samtökin eflst mikið og mikil fjölgun hefur orðið í skráningu. Á næstu vikum og mánuðum ætla samtökin svo að efla starfið og fjölga meðlimum enn frekar. Í gegnum þessa kosningabaráttu höfum við reynt að ávarpa frambjóðendur, leigjendur og í raun alla íbúa og haldið frammi sjónarmiðum þeirra sem búa við óöryggi og mjög íþyngjandi húsnæðiskostnað á leigumarkaði. Það er skaðlegt samfélaginu okkar að búa svo um hnútana að stór hluti fjölskyldna búi við fátækt og örvæntningu án nokkurs annars tilgangs en að skapa auð fyrir eignafólk og fjárfesta. Að allt atgervi, mannkostir og sköpunkraftur þeirra sé umlukið örvæntingu og afkomuótta. Það skaðar ekki bara leigejndur heldur samfélagið allt. Sjónarmið Leigjendasamtakana áttu mikinn hljómgrunn hjá flestum stjórnmálaflokkum og öllum fjölmiðlum. Það má færa góð rök fyrir því að leigjendasamtökin hafi komið húsnæðismálum og málefnum leigumarkaðarins rækilega á dagskrá í þessari kosningabaráttu og að það hafi jafnvel haft áhrif á fylgi flokka og áherslur þeirra síðustu vikur. Umræða síðustu vikuna snérist að mörgu leyti um húsnæðismál, sem var málefni sem meirihlutinn ætlaði sér ekki að gera að sérstöku kosningamáli en komst sem betur fer í brennipunkt umræðunnar vegna ríkjandi neyðar, framsetningar samtakanna og áhuga fjölmiðla. Leigjendur og aðrir þeir sem þrá það eitt að öðlast húsnæðisöryggi og heimilishelgi þurfa nauðsynlega að fá þau skilaboð um að betri og heilbrigðari tímar séu í vændum. Það er ljóst að það eru nokkur stjórnarmynstur í höfuðborginni sem gætu staðið fyrir nauðsynlegri uppbyggingu á húsnæði og tryggt stóran hluta þeirra í alvöru óhagnaðardrfið resktrarform, s.s. í gegnum byggingasamvinnufélög eða á vegum borgarinnar sjálfrar. Í borgarstjórn eru einnig flokkar sem hafa talað fyrir regluvæðingu leigumarkaðarins og bættri velferð þeirra sem líða fyrir núverandi ástand. Það er klár meirihluti fyrir samstarfi flokka sem geta breytt landslagi og framtíð fjölskyldna í Reykjavík, með áherslu á velferð, öryggi og réttindi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst ef litið er til niðurstaðna kosninga í Reykjavík, að það var kosið um úrbætur á húsnæðismarkaði og um velferð leigjenda. Það er því ríkt tilefni til að hvetja þá flokka sem geta sameinast um stórátak í uppbyggingu á óhagnaðadrifnu íbúðarhúsnæði til að íhuga samstarf á þeim grundvelli og leysa úr þeirri ánauð sem nú ríkir. Ég vil persónulega þakka frambjóðendum allra flokka í Reykjavík sem ég hef átt samskipti við undanfarnar vikur fyrir góðar viðtökur og skilning á málefnum leigjenda. Einnig vil ég þakka því fjölmiðlafólki sem hefur veitt sjónarmiðum leigjenda vettvang í opinberri umræði, og sérstakar þakkir fá blaðamenn Stundarinnar fyrir heimsklassa umfjöllum um leigumarkaðinn. Leigjendum og velunnurum þeirra vil ég þakka fyrir ómetanlega hvatningu og stuðning. Nú er runnin upp örlagatími fyrir okkur leigjendur, og leggjum við nú velferð okkar og fjöregg í hendur ykkar kæru borgarfulltrúar. Við treystum ykkur til að setja það í öndvegi og að hafa manngildi í heiðri. Leigjendasamtökin hvetja ykkur til að sameinast um að húsnæði séu mannréttindi, og að fasteignamarkaður verði ekki fjárfestingaöflum og spákaupmennsku endnalega að bráð með frekari áföllum fyrir leigjendur. Með hjartans kveðju,Guðmundur Hrafn Höfundur er í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar