Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 23:00 Griner hefur verið í gæsluvarðhaldi í Rússlandi í um þrjá mánuði. Getty/Mike Mattina Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar. Griner hefur unnið til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum og er sögð ein besta körfuboltakona heims. Hún spilar fyrir rússneska körfuknattleiksliðið UMMC Yekaterinbug í Eurolegue og hefur gert það síðan 2014 þá mánuði árs sem bandaríska WNBA-deildin er í fríi. Hún var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og er henni gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner, sem er 31 árs gömul, sé ólögmætt og hafa bandarísk stjórnvöld útnefnt diplómata til þess að vinna að því að henni verði sleppt. Ræðismaður Bandaríkjanna í Moskvu mætti í dómsal í dag og ræddi við Griner, samkvæmt frétt Reuters. „Hann gat staðfest það að Brittney Griner líður eins vel og hægt er að líða undir þessum kringumstæðum, sem aðeins er hægt að lýsa sem einstaklega erfiðum,“ sagði Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í tilkynningu í dag. Margir telja handtöku Griner pólitíska og Rússar muni nýta sér handsömun hennar í pólitískumm tilgangi gegn yfirvöldum í Washington vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það ber einnig að taka fram að Griner er samkynhneigð, sem getur reynst mjög hættulegt í Rússlandi. Enn hafa pólitísk samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands ekki verið rofin þrátt fyrir mjög köld samskipti þar á milli frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Þá hafa ríkin tvö skipst á föngum síðan þá, síðast fyrir mánuði, þegar bandaríski sjóhermaðurinn Trevor Reed sneri aftur heim úr fangelsi í Rússlandi, þar sem hann afplánaði níu ára dóm fyrir líkamsárás. Reed var skilað til Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska flugmanninnn Konstantin Yaroshenko, sem afplánaði tuttugu ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl. Bandaríski sjóhermaðurinn Paul Whelan er enn í fangelsi í Rússlandi, en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2020 fyrir njósnir. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NBA Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55 Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Griner hefur unnið til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum og er sögð ein besta körfuboltakona heims. Hún spilar fyrir rússneska körfuknattleiksliðið UMMC Yekaterinbug í Eurolegue og hefur gert það síðan 2014 þá mánuði árs sem bandaríska WNBA-deildin er í fríi. Hún var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og er henni gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner, sem er 31 árs gömul, sé ólögmætt og hafa bandarísk stjórnvöld útnefnt diplómata til þess að vinna að því að henni verði sleppt. Ræðismaður Bandaríkjanna í Moskvu mætti í dómsal í dag og ræddi við Griner, samkvæmt frétt Reuters. „Hann gat staðfest það að Brittney Griner líður eins vel og hægt er að líða undir þessum kringumstæðum, sem aðeins er hægt að lýsa sem einstaklega erfiðum,“ sagði Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í tilkynningu í dag. Margir telja handtöku Griner pólitíska og Rússar muni nýta sér handsömun hennar í pólitískumm tilgangi gegn yfirvöldum í Washington vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það ber einnig að taka fram að Griner er samkynhneigð, sem getur reynst mjög hættulegt í Rússlandi. Enn hafa pólitísk samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands ekki verið rofin þrátt fyrir mjög köld samskipti þar á milli frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Þá hafa ríkin tvö skipst á föngum síðan þá, síðast fyrir mánuði, þegar bandaríski sjóhermaðurinn Trevor Reed sneri aftur heim úr fangelsi í Rússlandi, þar sem hann afplánaði níu ára dóm fyrir líkamsárás. Reed var skilað til Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska flugmanninnn Konstantin Yaroshenko, sem afplánaði tuttugu ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl. Bandaríski sjóhermaðurinn Paul Whelan er enn í fangelsi í Rússlandi, en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2020 fyrir njósnir.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NBA Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55 Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55
Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01
Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti