Mist Edvardsdóttir: Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko Sverrir Mar Smárason skrifar 13. maí 2022 22:08 Mist Edvardsdóttir skoraði annað af tveimur mörkum Vals í dag, í annað skiptið í sumar. Mist Edvardsdóttir skoraði annað mark Vals í 0-2 sigri á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún og félagi hennar í vörninni, Arna Sif, skoruðu mörkin og spiluðu frábærlega í vörninni í dag. Þetta var í annað sinn sem Valskonur vinna 2-0 og þær tvær skora mörkin en Mist segir það þó ekki vera leikplanið að þær skori öll mörk. „Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum. Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum.
Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07