Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2022 20:06 Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku Digital Assets og sérfræðingur í rafmyntum. Vísir/Bjarni Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu. Hrunið hefur verið rakið til þess að virði svokallaðs Terra Luna-myntkerfis nær þurrkaðist út á einum sólarhring í vikunni - sem kom af stað keðjuverkun og fældi fjárfesta. Stærstu rafmyntirnar, Bitcoin og Ethereum, fengu að kenna á því en virði þeirrar fyrrnefndu hefur til að mynda hrunið um 50 prósent frá því það stóð sem hæst í vetur. Sérfræðingur í rafmyntum segir það alvarlegasta þó miklar lækkanir á virði annarra og minni rafmyntaverkefna, eins og Avax og Solana. „Það er það stærsta sem við höfum séð hingað til á svona stuttum tíma og langstærsti viðburður sem við höfum séð í því,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku digital assets og sérfræðingur í rafmyntum. „En það voru sautján milljarðar Bandaríkjadala sem soguðust þarna niður og ýttu svolítið boltanum af stað og svo fengum við á mánudaginn mestu lækkun síðustu áratugi á hlutabréfamörkuðum sem var alls ekki að hjálpa þessu heldur.“ Rosaleg staða Í nýrri könnun Seðlabankans á eignarhaldi Íslendinga á „sýndarfé“, eins og bankinn kallar rafmyntir, sögðust 8,7 prósent svarenda hafa fjárfest í slíku. Það kom bankanum á óvart hversu margir þeirra höfðu fjárfest í öðrum tegundum sýndarfjár en Bitcoin eða Ethereum; eða 57 prósent. „Þá gæti ég haldið að 30-40 prósent af fólki í rafmyntum sem er að kaupa eitthvað annað en Bitcoin og Ethereum sé nánast búið að tapa 90 prósent af því sem það setti í þetta. Þetta er búið að vera rosalegt,“ segir Kristján. Samtals hlaupi tapið auðveldlega á milljónum króna, að mati Kristjáns. Tveir hafi leitað til hans um aðstoð í hruni vikunnar en hann reiknar með að mun fleiri hafi farið illa úti. Hann segir þetta áminningu um að fara varlega í fjárfestingum í heimi rafmynta, einkum þegar kemur að verkefnum sem ekki hafa fest sig í sessi. Kristján telur þrátt fyrir þróun síðustu daga ekki tilefni til að hafa áhyggjur af framhaldinu. „En þetta er alvarlegt mál. Og heimurinn verður þyngri áður en hann verður betri í fjárfestingum almennt.“ Rafmyntir Tengdar fréttir El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hrunið hefur verið rakið til þess að virði svokallaðs Terra Luna-myntkerfis nær þurrkaðist út á einum sólarhring í vikunni - sem kom af stað keðjuverkun og fældi fjárfesta. Stærstu rafmyntirnar, Bitcoin og Ethereum, fengu að kenna á því en virði þeirrar fyrrnefndu hefur til að mynda hrunið um 50 prósent frá því það stóð sem hæst í vetur. Sérfræðingur í rafmyntum segir það alvarlegasta þó miklar lækkanir á virði annarra og minni rafmyntaverkefna, eins og Avax og Solana. „Það er það stærsta sem við höfum séð hingað til á svona stuttum tíma og langstærsti viðburður sem við höfum séð í því,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku digital assets og sérfræðingur í rafmyntum. „En það voru sautján milljarðar Bandaríkjadala sem soguðust þarna niður og ýttu svolítið boltanum af stað og svo fengum við á mánudaginn mestu lækkun síðustu áratugi á hlutabréfamörkuðum sem var alls ekki að hjálpa þessu heldur.“ Rosaleg staða Í nýrri könnun Seðlabankans á eignarhaldi Íslendinga á „sýndarfé“, eins og bankinn kallar rafmyntir, sögðust 8,7 prósent svarenda hafa fjárfest í slíku. Það kom bankanum á óvart hversu margir þeirra höfðu fjárfest í öðrum tegundum sýndarfjár en Bitcoin eða Ethereum; eða 57 prósent. „Þá gæti ég haldið að 30-40 prósent af fólki í rafmyntum sem er að kaupa eitthvað annað en Bitcoin og Ethereum sé nánast búið að tapa 90 prósent af því sem það setti í þetta. Þetta er búið að vera rosalegt,“ segir Kristján. Samtals hlaupi tapið auðveldlega á milljónum króna, að mati Kristjáns. Tveir hafi leitað til hans um aðstoð í hruni vikunnar en hann reiknar með að mun fleiri hafi farið illa úti. Hann segir þetta áminningu um að fara varlega í fjárfestingum í heimi rafmynta, einkum þegar kemur að verkefnum sem ekki hafa fest sig í sessi. Kristján telur þrátt fyrir þróun síðustu daga ekki tilefni til að hafa áhyggjur af framhaldinu. „En þetta er alvarlegt mál. Og heimurinn verður þyngri áður en hann verður betri í fjárfestingum almennt.“
Rafmyntir Tengdar fréttir El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43