Virðing vinnandi fólks Drífa Snædal skrifar 13. maí 2022 15:40 Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það. Það er líka grundvöllur lýðræðisríkja og stöðugt hefur lagaramminn verið þéttur, nú síðast með vernd uppljóstrara. Að því sögðu er munur á málfrelsi og hatursorðræðu, munur sem flest eru með á hreinu. Sem vinnandi manneskja áttu að geta talað frjálst á kaffistofunni, viðrað þínar skoðanir og meira að segja haft áhuga og álit á störfum yfirmanna. Það er hluti af því að vera frjáls manneskja að geta talað frjálst án þess að hefnast fyrir það. Í vikunni fékk ég þær upplýsingar að Icelandair krefði flugfreyjur og -þjóna um að nota app til að meta samstarfsfólk sitt, meðal annars frammistöðu, samskiptahæfileika og viðhorf til yfirmanna og fyrirtækis. Það er alls óvíst hvernig þessar upplýsingar verða notaðar, af hverju aðeins þessi stétt er útsett fyrir þessum reglum en ekki til dæmis flugmenn og hvernig þetta hefur áhrif á stöðu atvinnu- og afkomuöryggi. Eitt er þó vitað; að hvetja fólk til að vera stöðugt að meta samstarfsfélaga býr til tortryggni, gerir fólk vart um sig og ýtir undir þöggun. Flugfreyjur og -þjónar eru stétt sem reglulega er sagt upp störfum vegna samdráttar og nýlega var Icelandair dæmt fyrir brot á reglum um endurráðningar þar sem starfsreynsla var látin víkja. Það er því fullt tilefni fyrir starfsfólk að vera uggandi yfir eigin stöðu þegar því ber að klaga vinnufélaga eftir hverja vakt. Vinnufélaga sem það starfar ekki með á hverjum degi og þekkja oft lítið. Það er hvorki virðing fyrir málfrelsi né virðing vinnandi fólks sem ræður þarna ferðinni heldur eitthvað allt, allt annað. Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum - nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það. Það er líka grundvöllur lýðræðisríkja og stöðugt hefur lagaramminn verið þéttur, nú síðast með vernd uppljóstrara. Að því sögðu er munur á málfrelsi og hatursorðræðu, munur sem flest eru með á hreinu. Sem vinnandi manneskja áttu að geta talað frjálst á kaffistofunni, viðrað þínar skoðanir og meira að segja haft áhuga og álit á störfum yfirmanna. Það er hluti af því að vera frjáls manneskja að geta talað frjálst án þess að hefnast fyrir það. Í vikunni fékk ég þær upplýsingar að Icelandair krefði flugfreyjur og -þjóna um að nota app til að meta samstarfsfólk sitt, meðal annars frammistöðu, samskiptahæfileika og viðhorf til yfirmanna og fyrirtækis. Það er alls óvíst hvernig þessar upplýsingar verða notaðar, af hverju aðeins þessi stétt er útsett fyrir þessum reglum en ekki til dæmis flugmenn og hvernig þetta hefur áhrif á stöðu atvinnu- og afkomuöryggi. Eitt er þó vitað; að hvetja fólk til að vera stöðugt að meta samstarfsfélaga býr til tortryggni, gerir fólk vart um sig og ýtir undir þöggun. Flugfreyjur og -þjónar eru stétt sem reglulega er sagt upp störfum vegna samdráttar og nýlega var Icelandair dæmt fyrir brot á reglum um endurráðningar þar sem starfsreynsla var látin víkja. Það er því fullt tilefni fyrir starfsfólk að vera uggandi yfir eigin stöðu þegar því ber að klaga vinnufélaga eftir hverja vakt. Vinnufélaga sem það starfar ekki með á hverjum degi og þekkja oft lítið. Það er hvorki virðing fyrir málfrelsi né virðing vinnandi fólks sem ræður þarna ferðinni heldur eitthvað allt, allt annað. Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum - nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar