Bretar hóta því að ógilda hluta Brexit-samnings vegna Norður-Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 15:55 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir reglurnar um vöruflutninga og viðskipti eftir Brexit ljón í vegi stjórnarmyndunar á Norður-Írlandi. AP/Alastair Grant Utanríkisráðherra Bretlands sagði að bresk stjórnvöld gætu neyðst til þess að fella úr gildi hluta útgöngusamnings við Evrópusambandið er breytingar yrðu ekki gerðar á landamæra- og tollaeftirliti á Norður-Írlandi. Bretar og Evrópusambandið hafa lengi vandræðast með hvað ætti að gera við Norður-Írland, breskt landsvæði sem á landamæri að Írlandi, sem er enn í Evrópusambandinu, eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þau vildu forðast í lengstu lög að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri innan Írlands. Tímabundna lausnin var að koma ekki upp landamæraeftirliti á milli Írlands og Norður-Írlands en í staðinn tollaeftirliti með sumum vörum sem fara á milli Norður-Írlands og öðrum hlutum Bretlands handan Írlandshafs. Sambandssinnum á Norður-Írlandi mislíkar þetta fyrirkomulag verulega. Nú er svo komið að flokkur þeirra neitar að mynda samstarfsstjórn með írskum þjóðernissinnum eftir kosningar í síðustu viku nema því verði breytt í grundvallaratriðum. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi við Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síma í dag. Þar sagði hún að fyrirkomulagið á Norður-Írlandi væri nú helsta hindrunin í vegi stjórnarmyndunar í Belfast, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska stjórnin hefðu ekki um annað að velja en að fella úr gildi hluta útgöngusamningsins hvað þetta varðar ef sambandið sýndi ekki sveigjanleika. Talsmenn ráðuneytis Truss segja að Sefcovic hafi ekki gefið neitt eftir í samtali þeirra. Engin heimastjórn hefur verið á Norður-Írlandi frá því í febrúar þegar Paul Givan, leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði af sér sem oddviti heimastjórnarinnar til þess að mótmæla tollaeftirlitinu þar. Samkvæmt friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa þurfa flokkar sambands- og þjóðernissinna að deila völdum á Norður-Írlandi. DUP hefur ekki ljáð máls á því að mynda samvinnustjórn með Sinn Fein á meðan reglurnar eftir Brexit eru óbreyttar. Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Brexit Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Bretar og Evrópusambandið hafa lengi vandræðast með hvað ætti að gera við Norður-Írland, breskt landsvæði sem á landamæri að Írlandi, sem er enn í Evrópusambandinu, eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þau vildu forðast í lengstu lög að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri innan Írlands. Tímabundna lausnin var að koma ekki upp landamæraeftirliti á milli Írlands og Norður-Írlands en í staðinn tollaeftirliti með sumum vörum sem fara á milli Norður-Írlands og öðrum hlutum Bretlands handan Írlandshafs. Sambandssinnum á Norður-Írlandi mislíkar þetta fyrirkomulag verulega. Nú er svo komið að flokkur þeirra neitar að mynda samstarfsstjórn með írskum þjóðernissinnum eftir kosningar í síðustu viku nema því verði breytt í grundvallaratriðum. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi við Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síma í dag. Þar sagði hún að fyrirkomulagið á Norður-Írlandi væri nú helsta hindrunin í vegi stjórnarmyndunar í Belfast, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska stjórnin hefðu ekki um annað að velja en að fella úr gildi hluta útgöngusamningsins hvað þetta varðar ef sambandið sýndi ekki sveigjanleika. Talsmenn ráðuneytis Truss segja að Sefcovic hafi ekki gefið neitt eftir í samtali þeirra. Engin heimastjórn hefur verið á Norður-Írlandi frá því í febrúar þegar Paul Givan, leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði af sér sem oddviti heimastjórnarinnar til þess að mótmæla tollaeftirlitinu þar. Samkvæmt friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa þurfa flokkar sambands- og þjóðernissinna að deila völdum á Norður-Írlandi. DUP hefur ekki ljáð máls á því að mynda samvinnustjórn með Sinn Fein á meðan reglurnar eftir Brexit eru óbreyttar.
Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Brexit Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira