Valið er skýrt í Reykjavík Hildur Björnsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:31 Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ákall um breytingar í Reykjavík. Atkvæði greitt einhverjum hinna flokkanna er ávísun á óbreytt ástand í borginni. Hleypum nýju fólki að Síðustu þrjá áratugi hefur Reykjavík meira og minna verið stjórnað af sama fólkinu. Borgarstjóri hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Með tímanum verður stjórnmálafólk samdauna valdinu. Kerfi fara að snúast um kerfin sjálf en ekki fólkið sem þeim er ætlað að þjóna. Þetta er því miður raunin í Reykjavík. Borgin heldur áfram að safna skuldum. Biðlistar á leikskólana lengjast með hverju kjörtímabilinu. Gæluverkefni eru látin mæta forgangi meðan einföldustu mál á borð við þrif sitja á hakanum. Borgarsjóður er ósjálfbær, en rykið er dustað af sömu loforðum á fjögurra ára fresti. Sömu loforð. Sama andlit á plakatinu, bara fjórum árum eldra. Til allrar hamingju er lausnin einföld. Hleypum nýju fólki að. Einfalt er best Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda líf borgarbúa. Reykvíkingar eiga ekki að verða sérstaklega varir við borgaryfirvöld í sínu daglega lífi. Borgarbúar eiga einfaldlega að geta treyst því að sú þjónusta sem þeir greiða fyrir með sköttunum sínum virki. Það er kominn tími á nýja nálgun í Reykjavík. Við verðum að treysta reksturinn og minnka skuldir borgarinnar – og búa þannig til svigrúm til að lækka skatta á íbúana. Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna. Leikskólapláss eiga að standa öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur, tryggja þarf raunverulegt valfrelsi í samgöngum, nægt framboð af húsnæði fyrir alla aldurshópa og öfluga íþróttainnviði í öllum hverfum. Borgin þarf líka að vera hrein og vel hirt þannig að borgarbúar geti verið stoltir af. Valið er skýrt á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn eða enn ein útgáfan af því sama. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ákall um breytingar í Reykjavík. Atkvæði greitt einhverjum hinna flokkanna er ávísun á óbreytt ástand í borginni. Hleypum nýju fólki að Síðustu þrjá áratugi hefur Reykjavík meira og minna verið stjórnað af sama fólkinu. Borgarstjóri hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Með tímanum verður stjórnmálafólk samdauna valdinu. Kerfi fara að snúast um kerfin sjálf en ekki fólkið sem þeim er ætlað að þjóna. Þetta er því miður raunin í Reykjavík. Borgin heldur áfram að safna skuldum. Biðlistar á leikskólana lengjast með hverju kjörtímabilinu. Gæluverkefni eru látin mæta forgangi meðan einföldustu mál á borð við þrif sitja á hakanum. Borgarsjóður er ósjálfbær, en rykið er dustað af sömu loforðum á fjögurra ára fresti. Sömu loforð. Sama andlit á plakatinu, bara fjórum árum eldra. Til allrar hamingju er lausnin einföld. Hleypum nýju fólki að. Einfalt er best Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda líf borgarbúa. Reykvíkingar eiga ekki að verða sérstaklega varir við borgaryfirvöld í sínu daglega lífi. Borgarbúar eiga einfaldlega að geta treyst því að sú þjónusta sem þeir greiða fyrir með sköttunum sínum virki. Það er kominn tími á nýja nálgun í Reykjavík. Við verðum að treysta reksturinn og minnka skuldir borgarinnar – og búa þannig til svigrúm til að lækka skatta á íbúana. Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna. Leikskólapláss eiga að standa öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur, tryggja þarf raunverulegt valfrelsi í samgöngum, nægt framboð af húsnæði fyrir alla aldurshópa og öfluga íþróttainnviði í öllum hverfum. Borgin þarf líka að vera hrein og vel hirt þannig að borgarbúar geti verið stoltir af. Valið er skýrt á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn eða enn ein útgáfan af því sama. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar