Oft um þúsund króna munur á hæsta og lægsta kílóaverðinu af fiski Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2022 12:52 Litla fiskbúðin Helluhrauni var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í átján tilfellum. Hafið og Fiskbúð Suðurlands voru oftast með hæsta verðið, í tíu tilfellum hvor um sig. Getty Oft var töluverður munur á kílóverði af fiskmeti í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var miðvikudaginn 4. maí. Algengast var að 20 til 40 prósenta munur væri á kílóverði af fiski í könnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir að í þrettán tilfellum af 27 hafi verið 600 til 800 króna munur á hæsta og lægsta kílóverði og í jafn mörgum tilfellum hafi verðmunurinn numið 900 til 1.200 krónum. „Sem dæmi um mikinn verðmun má nefna 58% mun á hæsta og lægsta kílóverði af þorskflökum, 107% mun á kílóverði af rauðsprettuflökum, 65% mun á kílóverði af fiskrétti með löngu og 52% mun á kílóverði af plokkfiski. Litla fiskbúðin Helluhrauni var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 18 tilfellum. Næst oftast var Fiskbúð Sjávarfangs á Ísafirði með lægsta verðið, í 4 tilfellum. Hafið og Fiskbúð Suðurlands voru oftast með hæsta verðið, í 10 tilfellum hvor um sig,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að verðtökufólki verðlagseftirlitsins hafi verið meinað að taka niður verð hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Fiskbúðinni Hafberg, Fiskbúð Fúsa, Fiskbúðinni Vegamót, Fylgifiskum Nýbýlavegi og Melabúðinni. „Að neita þátttöku í verðkönnun samræmist ekki sjálfsögðum rétti neytenda að fá skýrar og skilmerkilegar upplýsingar um verð vöru og þjónustu á sölustað. Framganga sem þessi vekur upp spurningar um af hverju fyrirtæki telji hagsmunum sínum betur borgið með því upplýsa neytendur ekki um verð,“ segir á vef ASÍ. Mesti munurinn 107 prósent Ennfremur segir að mestur verðmunur á ferskum fiski í könnuninni hafi reynst vera 107 prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði á rauðsprettuflökum með roði. Skagafiskur Akranesi var þar með hæsta verðið, 3.490 kr./kg, og Litla Fiskbúðin Helluhrauni lægsta verðið 1.690 kr./kg. „Töluverður verðmunur gat verið á algengum vörutegundunum en þar má nefna 31% mun á hæsta og lægsta kílóverði af ýsuflökum, roðlausum og beinlausum þar sem lægsta verðið var hjá Litlu Fiskbúðinni á 2.290 kr./kg en hæsta verð 2.990 kr./kg mátti finna í fimm verslunum. Þorskflök, roðlaus og beinlaus, voru ódýrust hjá Litlu Fiskbúðinni á 1.890 kr./kg en dýrust hjá Skagafiski Akranesi og Fiskbúð Suðurlands Selfossi, 2.990 kr./kg og sem gerir 58 % verðmun. Laxaflök með roði/beinlaus voru með 32 % verðmun ódýrust í Litlu Fiskbúðinni á 2.790 kr./kg og dýrust í Hafið Fiskverslun og Fisk kompaní Akureyri á 3.690 kr./kg. Einnig vekur athygli mikill verðmunur á harðfisk milli verslana. Sem dæmi er 188% munur á hæsta og lægsta kílóverði á þurrkaðri ýsu með roði þar sem Fiskbúðin Mosfellsbæ var með hæst verð 15.500 kr./kg og Fiskbúð Suðurlands Selfossi með lægsta verð, 5.380 kr./kg. Þá reyndist vera 100% verðmunur á þurrkuðum Steinbít með roði. Hæsta verðið var hjá Fiskbúðinni Trönuhrauni, 17.500 kr./kg en það lægsta hjá Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði, 8.750 kr./kg. Mesti verðmunur á meðlæti í könnuninni var á íslenskum Ggullauga kartöflum eða 171% en í krónum talið var verðmunurinn 498 kr./kg. Ódýrastar voru kartöflurnar á 292 kr./kg hjá Fjarðarkaup en dýrastar hjá Hafið Fiskverslun á 790 kr./kg.,“ segir í tilkynningunni. Kannað var verð á 31 algengum tegundum fiskafurða. Könnunin var gerð á fiski og fiskafurðum í átján fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð miðvikudaginn 4. maí 2022. Um könnunina Kannað var verð á 31 algengum tegundum fiskafurða. Könnunin var gerð á fiski og fiskafurðum í 18 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð miðvikudaginn 4. maí 2022. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Litlu fiskbúðinni Helluhrauni, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Fiskikónginum, Fiskbúðinni Sundlaugarvegi, Fiskbúð Hólmgeirs, Fiskbúðinni Mos, Hafinu Fiskverslun, Fiskibúðinni Hófgerði, Skagafiski Akranesi, Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði, Fisk Kompaní Akureyri, Kjöt og fiskbúð Austurlands Egilstöðum, Fiskbúð Suðurlands Selfossi og Fiskbúð Reykjaness. Könnunin var einnig framkvæmd í fiskborðum Fjarðarkaups, Hagkaups og Melabúðinni. Eftirtaldar verslanir neituðu þátttöku í könnuninni og heimiluðu ekki fulltrúum verðlagseftirlitsins að skrá niður verð í verslunum sínum: Fiskbúðin Hafberg, Fiskbúð Fúsa, Fiskbúðin Vegamót, Fylgifiskar Nýbýlavegi, Fiskborð Melabúðarinnar. Verðlag Neytendur Matur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir að í þrettán tilfellum af 27 hafi verið 600 til 800 króna munur á hæsta og lægsta kílóverði og í jafn mörgum tilfellum hafi verðmunurinn numið 900 til 1.200 krónum. „Sem dæmi um mikinn verðmun má nefna 58% mun á hæsta og lægsta kílóverði af þorskflökum, 107% mun á kílóverði af rauðsprettuflökum, 65% mun á kílóverði af fiskrétti með löngu og 52% mun á kílóverði af plokkfiski. Litla fiskbúðin Helluhrauni var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 18 tilfellum. Næst oftast var Fiskbúð Sjávarfangs á Ísafirði með lægsta verðið, í 4 tilfellum. Hafið og Fiskbúð Suðurlands voru oftast með hæsta verðið, í 10 tilfellum hvor um sig,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að verðtökufólki verðlagseftirlitsins hafi verið meinað að taka niður verð hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Fiskbúðinni Hafberg, Fiskbúð Fúsa, Fiskbúðinni Vegamót, Fylgifiskum Nýbýlavegi og Melabúðinni. „Að neita þátttöku í verðkönnun samræmist ekki sjálfsögðum rétti neytenda að fá skýrar og skilmerkilegar upplýsingar um verð vöru og þjónustu á sölustað. Framganga sem þessi vekur upp spurningar um af hverju fyrirtæki telji hagsmunum sínum betur borgið með því upplýsa neytendur ekki um verð,“ segir á vef ASÍ. Mesti munurinn 107 prósent Ennfremur segir að mestur verðmunur á ferskum fiski í könnuninni hafi reynst vera 107 prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði á rauðsprettuflökum með roði. Skagafiskur Akranesi var þar með hæsta verðið, 3.490 kr./kg, og Litla Fiskbúðin Helluhrauni lægsta verðið 1.690 kr./kg. „Töluverður verðmunur gat verið á algengum vörutegundunum en þar má nefna 31% mun á hæsta og lægsta kílóverði af ýsuflökum, roðlausum og beinlausum þar sem lægsta verðið var hjá Litlu Fiskbúðinni á 2.290 kr./kg en hæsta verð 2.990 kr./kg mátti finna í fimm verslunum. Þorskflök, roðlaus og beinlaus, voru ódýrust hjá Litlu Fiskbúðinni á 1.890 kr./kg en dýrust hjá Skagafiski Akranesi og Fiskbúð Suðurlands Selfossi, 2.990 kr./kg og sem gerir 58 % verðmun. Laxaflök með roði/beinlaus voru með 32 % verðmun ódýrust í Litlu Fiskbúðinni á 2.790 kr./kg og dýrust í Hafið Fiskverslun og Fisk kompaní Akureyri á 3.690 kr./kg. Einnig vekur athygli mikill verðmunur á harðfisk milli verslana. Sem dæmi er 188% munur á hæsta og lægsta kílóverði á þurrkaðri ýsu með roði þar sem Fiskbúðin Mosfellsbæ var með hæst verð 15.500 kr./kg og Fiskbúð Suðurlands Selfossi með lægsta verð, 5.380 kr./kg. Þá reyndist vera 100% verðmunur á þurrkuðum Steinbít með roði. Hæsta verðið var hjá Fiskbúðinni Trönuhrauni, 17.500 kr./kg en það lægsta hjá Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði, 8.750 kr./kg. Mesti verðmunur á meðlæti í könnuninni var á íslenskum Ggullauga kartöflum eða 171% en í krónum talið var verðmunurinn 498 kr./kg. Ódýrastar voru kartöflurnar á 292 kr./kg hjá Fjarðarkaup en dýrastar hjá Hafið Fiskverslun á 790 kr./kg.,“ segir í tilkynningunni. Kannað var verð á 31 algengum tegundum fiskafurða. Könnunin var gerð á fiski og fiskafurðum í átján fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð miðvikudaginn 4. maí 2022. Um könnunina Kannað var verð á 31 algengum tegundum fiskafurða. Könnunin var gerð á fiski og fiskafurðum í 18 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð miðvikudaginn 4. maí 2022. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Litlu fiskbúðinni Helluhrauni, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Fiskikónginum, Fiskbúðinni Sundlaugarvegi, Fiskbúð Hólmgeirs, Fiskbúðinni Mos, Hafinu Fiskverslun, Fiskibúðinni Hófgerði, Skagafiski Akranesi, Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði, Fisk Kompaní Akureyri, Kjöt og fiskbúð Austurlands Egilstöðum, Fiskbúð Suðurlands Selfossi og Fiskbúð Reykjaness. Könnunin var einnig framkvæmd í fiskborðum Fjarðarkaups, Hagkaups og Melabúðinni. Eftirtaldar verslanir neituðu þátttöku í könnuninni og heimiluðu ekki fulltrúum verðlagseftirlitsins að skrá niður verð í verslunum sínum: Fiskbúðin Hafberg, Fiskbúð Fúsa, Fiskbúðin Vegamót, Fylgifiskar Nýbýlavegi, Fiskborð Melabúðarinnar.
Um könnunina Kannað var verð á 31 algengum tegundum fiskafurða. Könnunin var gerð á fiski og fiskafurðum í 18 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð miðvikudaginn 4. maí 2022. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Litlu fiskbúðinni Helluhrauni, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Fiskikónginum, Fiskbúðinni Sundlaugarvegi, Fiskbúð Hólmgeirs, Fiskbúðinni Mos, Hafinu Fiskverslun, Fiskibúðinni Hófgerði, Skagafiski Akranesi, Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði, Fisk Kompaní Akureyri, Kjöt og fiskbúð Austurlands Egilstöðum, Fiskbúð Suðurlands Selfossi og Fiskbúð Reykjaness. Könnunin var einnig framkvæmd í fiskborðum Fjarðarkaups, Hagkaups og Melabúðinni. Eftirtaldar verslanir neituðu þátttöku í könnuninni og heimiluðu ekki fulltrúum verðlagseftirlitsins að skrá niður verð í verslunum sínum: Fiskbúðin Hafberg, Fiskbúð Fúsa, Fiskbúðin Vegamót, Fylgifiskar Nýbýlavegi, Fiskborð Melabúðarinnar.
Verðlag Neytendur Matur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira