Þegar samvinna býr til samfélagsleg verðmæti Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar 11. maí 2022 11:15 Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Þessi jákvæðu áhrif af verkefninu ná langt út fyrir nærsvæði Þorlákshafnar og styrkja þau grunn atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi. Hugmynd ein og sér gerir hana ekki að veruleika, hún verður að vera raunsæ, verulega vel útfærð með sterkri framtíðarsýn og haldið frá kastljósi fjölmiðla. Allur undirbúningur þessarar hugmyndar var með þeim hætti og vel var haldið utan um framkvæmdina. Skipulega var unnið að öflun verkefna allt frá byrjun sem skilaði t.a.m. samningi við Smyril Line sem ekki byggði á neinum tilviljunum. Þróunin er í samræmi við upphaflegar áætlanir Sögunni allri er hægt að fletta upp í ítarlegum greinargerðum með fjárhagsáætlunum á síðasta kjörtímabili á vefsíðu Ölfuss, www. olfus.is. Það er gaman að sjá að Þorlákshöfn vex og dafnar í takti áætlanir sem þá voru gerðar og að framtíðarsýnin er að teiknast upp eins og við sáum hana fyrir 8 árum síðan. Eftirfarandi er tekið úr greinargerðinni sem skrifuð var haustið 2014: „Með framangreindum framkvæmdum, er áætlað að stærri skip geti athafnað sig innan hafnar sem opnar á möguleika á að fá inn stærri fragtskip en nú, skemmtiferðaskip sem alls ekki koma í dag og einnig stórar vöru- og fólksflutningaferjur. Auk þess sem þjónustugetan við núverandi viðskiptavini myndi aukast verulega strax.“ Framtíðarsýnin hefði vart geta verið betur sett á blað í ljósi sögunnar. Sérfræðingarnir sem komu að gerð þessara greinargerða eða öllu heldur stefnumörkun, voru starfsfólk sveitarfélagsins í samstarfi við kjörna fulltrúa. Þegar slík samvinna og virðing er viðhöfð verða til samfélagsleg verðmæti. Þorlákshöfn vex hraðar en aðrar hafnir á Íslandi Það er áhugavert að fara yfir nokkrar tölulegar staðreyndir og samanburð úr ársreikningum. Árið 2010 var Þorlákshöfn 11. stærsta höfn landsins í tekjum talið, 2016 var hún í 10. sæti, 2018 var hún í 8. sæti og stekkur upp í 6 sæti árið 2020. Tekjur Þorlákshafnar hafa vaxið hlutfallslega mun meira frá árinu 2016 en tekjur þeirra hafna sem fyrir ofan eru á listanum. Samanburður vegna 2021 liggur ekki fyrir en ljóst er að Þorlákshöfn heldur áfram að vaxa sem sýnir hversu verðmæt þessi hugmynd er sem lögð var á borð í Ráðhúsi Ölfuss í byrjun árs 2014. Eftirfarandi mynd segir meira en mörg orð: Gott samstarf kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins eru þau vinnubrögð sem við ætlum að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Ég er tilbúinn til deila af reynslu minni og þekkingu og vinna fyrir ykkur af heilindum að framförum og umbótum í sveitarfélaginu okkar og óska því eftir ykkar stuðningi í komandi kosningum þann 14. maí. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Þessi jákvæðu áhrif af verkefninu ná langt út fyrir nærsvæði Þorlákshafnar og styrkja þau grunn atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi. Hugmynd ein og sér gerir hana ekki að veruleika, hún verður að vera raunsæ, verulega vel útfærð með sterkri framtíðarsýn og haldið frá kastljósi fjölmiðla. Allur undirbúningur þessarar hugmyndar var með þeim hætti og vel var haldið utan um framkvæmdina. Skipulega var unnið að öflun verkefna allt frá byrjun sem skilaði t.a.m. samningi við Smyril Line sem ekki byggði á neinum tilviljunum. Þróunin er í samræmi við upphaflegar áætlanir Sögunni allri er hægt að fletta upp í ítarlegum greinargerðum með fjárhagsáætlunum á síðasta kjörtímabili á vefsíðu Ölfuss, www. olfus.is. Það er gaman að sjá að Þorlákshöfn vex og dafnar í takti áætlanir sem þá voru gerðar og að framtíðarsýnin er að teiknast upp eins og við sáum hana fyrir 8 árum síðan. Eftirfarandi er tekið úr greinargerðinni sem skrifuð var haustið 2014: „Með framangreindum framkvæmdum, er áætlað að stærri skip geti athafnað sig innan hafnar sem opnar á möguleika á að fá inn stærri fragtskip en nú, skemmtiferðaskip sem alls ekki koma í dag og einnig stórar vöru- og fólksflutningaferjur. Auk þess sem þjónustugetan við núverandi viðskiptavini myndi aukast verulega strax.“ Framtíðarsýnin hefði vart geta verið betur sett á blað í ljósi sögunnar. Sérfræðingarnir sem komu að gerð þessara greinargerða eða öllu heldur stefnumörkun, voru starfsfólk sveitarfélagsins í samstarfi við kjörna fulltrúa. Þegar slík samvinna og virðing er viðhöfð verða til samfélagsleg verðmæti. Þorlákshöfn vex hraðar en aðrar hafnir á Íslandi Það er áhugavert að fara yfir nokkrar tölulegar staðreyndir og samanburð úr ársreikningum. Árið 2010 var Þorlákshöfn 11. stærsta höfn landsins í tekjum talið, 2016 var hún í 10. sæti, 2018 var hún í 8. sæti og stekkur upp í 6 sæti árið 2020. Tekjur Þorlákshafnar hafa vaxið hlutfallslega mun meira frá árinu 2016 en tekjur þeirra hafna sem fyrir ofan eru á listanum. Samanburður vegna 2021 liggur ekki fyrir en ljóst er að Þorlákshöfn heldur áfram að vaxa sem sýnir hversu verðmæt þessi hugmynd er sem lögð var á borð í Ráðhúsi Ölfuss í byrjun árs 2014. Eftirfarandi mynd segir meira en mörg orð: Gott samstarf kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins eru þau vinnubrögð sem við ætlum að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Ég er tilbúinn til deila af reynslu minni og þekkingu og vinna fyrir ykkur af heilindum að framförum og umbótum í sveitarfélaginu okkar og óska því eftir ykkar stuðningi í komandi kosningum þann 14. maí. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar