Reynt að koma á sáttum í Flensborg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2022 12:49 Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskóla, segir að nú þegar hafi skref verið tekin til að koma á sáttum innan skólans. Hún vill ávinna sér traust nemenda á ný eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til menntamálaráðuneytisins. Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu. Hún biðlar til menntamálaráðuneytisins að gefa út samræmda verkferla um ofbeldismál fyrir alla framhaldsskóla landsins. Þrír nemendur Flesborgarskólans stigu fram í fréttum RÚV um helgina og sögðu skólayfirvöld ekki hafa brugðist við alvarlegu ofbeldismáli sem kom upp eftir árshátíð í mars. Í yfirlýsingu frá skólanum kom þó fram að gerendurnir hefðu allir verið reknir út skólanum, ýmist til skemmri eða lengri tíma og að öllum hefðu verið boðinn stuðningur. Ákveðið rof virðist veraá milli upplifunar nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, var spurð hvort skólayfirvöld hafi látið hjá líða að upplýsa nemendur þá vinnu sem væri í gangi. „Við hörmum auðvitað gríðarlega þessa upplifun nemenda og orð fá því auðvitað ekki lýst því þetta eru nemendur okkar. Þetta er unga fólkiðsem við erum að tala við og vinna með á hverjum einasta degi. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða núna í framhaldinu. Það má vel vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila þau fjölmörgu samtöl sem tekin voru og þær aðgerðir sem við höfum jú gripið til.“ Erla er staðráðin í að ávinna sér traust nemenda eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til ráðherra. „Það er náttúrulega aldrei hugmyndin að þagga eitt eða neitt niður. Við líðum aldrei ofbeldi eða ofbeldismenningu nokkurs konar. Aldrei. Við erum að taka fyrstu skrefin í átt að samtali og sátt og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna á næstu dögum.“ Erla kveðst hafa nýtt verkferla skólans og í raun farið út yfir ystu mörk þess ramma sem skólinn hefur til að leysa svona mál. „En við erum auðvitað líka búin að kalla eftir samræmdum verkferlum frá ráðuneytinu varðandi ofbeldis mál; kynferðisbrotamál, stafrænt ofbeldi sem er orðið ansi áberandi og fleiri þætti ofbeldis sem við höfum kallað eftir og munum sannarlega gera það núna í framhaldinu.“ Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31 Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03 Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Hún biðlar til menntamálaráðuneytisins að gefa út samræmda verkferla um ofbeldismál fyrir alla framhaldsskóla landsins. Þrír nemendur Flesborgarskólans stigu fram í fréttum RÚV um helgina og sögðu skólayfirvöld ekki hafa brugðist við alvarlegu ofbeldismáli sem kom upp eftir árshátíð í mars. Í yfirlýsingu frá skólanum kom þó fram að gerendurnir hefðu allir verið reknir út skólanum, ýmist til skemmri eða lengri tíma og að öllum hefðu verið boðinn stuðningur. Ákveðið rof virðist veraá milli upplifunar nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, var spurð hvort skólayfirvöld hafi látið hjá líða að upplýsa nemendur þá vinnu sem væri í gangi. „Við hörmum auðvitað gríðarlega þessa upplifun nemenda og orð fá því auðvitað ekki lýst því þetta eru nemendur okkar. Þetta er unga fólkiðsem við erum að tala við og vinna með á hverjum einasta degi. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða núna í framhaldinu. Það má vel vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila þau fjölmörgu samtöl sem tekin voru og þær aðgerðir sem við höfum jú gripið til.“ Erla er staðráðin í að ávinna sér traust nemenda eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til ráðherra. „Það er náttúrulega aldrei hugmyndin að þagga eitt eða neitt niður. Við líðum aldrei ofbeldi eða ofbeldismenningu nokkurs konar. Aldrei. Við erum að taka fyrstu skrefin í átt að samtali og sátt og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna á næstu dögum.“ Erla kveðst hafa nýtt verkferla skólans og í raun farið út yfir ystu mörk þess ramma sem skólinn hefur til að leysa svona mál. „En við erum auðvitað líka búin að kalla eftir samræmdum verkferlum frá ráðuneytinu varðandi ofbeldis mál; kynferðisbrotamál, stafrænt ofbeldi sem er orðið ansi áberandi og fleiri þætti ofbeldis sem við höfum kallað eftir og munum sannarlega gera það núna í framhaldinu.“
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31 Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03 Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31
Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03
Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40
Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58